Úrval - 01.09.1971, Síða 106

Úrval - 01.09.1971, Síða 106
104 ÚRVAL og tveir menn tóku að nudda fót- leggi mína til þess að draga úr krampanum. Svo hneig Gary snögg- lega niður, þegar hann fékk ofsa- legan krampa í fótleggina og mag- ann. Hann varð að fá læknishjálp. Sn það var samt þýðingarmest, að við höfðum tryggt okkur tvö fyrstu sætin. Gottvalles varð sá þriðji. ÞROTLAUST KAPPHLAUP VIÐ TÍMANN Ég hafði fengið skólavist í Yale- háskólanum. En vegna Olympíu- leikjanna var mér leyft að sleppa haustnámstímabilinu (ég vann það upp síðar) og hefja nám í byrjun miðtímabilsins. Ég fluttist því til New Haven í Connecticutfylki skömmu eftir heimkomuna frá Frakklandi. Ég vildi, að háskólanám mitt við Yaleháskólann yrði upphafið að einhverju nýju í lífi mínu. É'g kom til Yale sem nemandi en ekki sem sundmaður. Og ég vonaði, að aðrir mundu líka líta þannig á málið. En það liðu ekki margir dagar, þangað til mér var farið að finnast sem ég væri ein af helztu myndastyttunum á háskólasvæðinu. Fólk starði á mig, hvar sem ég fór. Strákarnir sögðu félögum sínum eða vinstúlk- um sínum frá því, hver ég væri, og bentu á mig eins og dauðan hlut. Ég leit þá undan og reyndi að láta þetta ekki þvinga mig allt of mik- ið. Ég reyndi að skeyta sem minnst um þetta. En svo þegar ég leit aftur í sömu átt og áður, voru þeir enn að stara á mig og hvíslast á. Rétt eftir að ég kom í skólann, fóru að berast til mín hatursbréf með alls konar svívirðingum, og ég fór að fá fáránlegar upphringingar. Gagnfræðaskólastúlkur hringdu í mig og buðu mér þjónustu sína í rúminu alveg opinskátt. Litlu krakk- arnir hringdu í mig og báðu mig um góð ráð viðvíkjandi sundi og sund- tækni, og ég talaði við þá. (Sumir krakkarnir hringdu í mig í fjögur ár samfleytt). Og í kaupbæti hafði verið gerð kvikmynd um mig, sem gerði það að verkum, að ég kveink- aði mér næstum, í hvert skipti sem ég heyrði nafn hennar: Pilturinn, sem syndir eins og fiskur. Og hún gekk ásamt annarri mynd í einu af kvikmyndahúsunum niðri í miðbæ, þegar ég kom til Yale. Helzta vandamál mitt var tíma- hrakið. Ég var í þrotlausu kapp- hlaupi við tímann. Kapphlaupið hófst jafnvel, áður en kennslan hófst. Daginn eftir að ég kom til New Haven, skauzt ég suður í Ohio- fylki og varð við beiðni um að sitja kvöldverð Sundlaugastofnunar Bandarxkjanna í Cleveland. Viku seinna fór ég til New Yorkborgar til þess að taka þátt í sjónvarps- þætti. Þrem dögum síðar fór ég aft- ur til New Yorkborgar til þess að sitja þar kvöldverð B‘nai B'rith Sportklúbbsins sem heiðursgestur. Þ. 8. febrúar árið 1965 skrapp ég vestur til Oregonfylkis vegna ,,Don Schollanderdagsins", en þar varð ég meðal annars að ávarpa sameigin- legan þingfund beggja deilda fyik- isþingsins og taka þátt í opinberri móttökuveizlu á eftir. Ég kom aftur til Yale þ. 9. febrúar, og fimm dög- um síðar fór ég til Milwaukee til þess að taka á móti verðlaunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.