Úrval - 01.09.1971, Síða 108
106
URVAL
að koma fram opinberlega og sýna
mig, og alls konar kröfum íþrótta-
sambanda og félaga og almennings,
sem gerðu mér ómögulegt að kom-
ast í nægilega góða þjálfun aftur.
Ég sagði George, að ég væri hræði-
lega illa á vegi staddur og í mjög
slæmri þjálfun. Ég sagði, að ég væri
viss um, að ég mundi bíða ósigur í
kpepninni við Harvardháskólann og
þá ekki fyrst og fremst vegna þess,
að ég mundi þurfa að keppa þar
gegn betri sundmönnum en ég var
heldur vegna minnar eigin vel-
gengni og frægðar og afleiðinganna
af henni.
George ræddi málið við mig, ró-
legur og ákveðinn. Hann sagði við
mig, að frammistaða mín yrði ekki
fyrst og fremst komin undir þjálf-
uninni í ár heldur fremur undir
þjálfuninni í fyrra. Hann minnti
mig á, að í fyrra hafði ég líklega
verið þrautþjálfaðasti sundmaður-
inn í öllum heiminum. Og hann var
viss um, að sú þjálfun mundi nægja
til þess að tryggja mér sigurinn.
Hann sagði, að það, sem hefði ver-
ið þjálfað og þroskað í svo langan
tíma, mundi ekki glatast svo auð-
veldlega, heldur tæki slík afturför
alltaf talsverðan tíma.
En hann varaði mig samt við og
sagði, að það væri vissara fyrir mig
að halda sem fyrst vestur til Santa
Clara þetta sumar og hefja þar
þrautþjálfun að nýju. Hann vissi
af reynslunni, að sundmaður, sem
sleppir þrautþjálfun í heilan vetur
og þjálfar sig ekkert að ráði sumar-
ið á eftir, dregst svo mikið aftur úr,
að hann hefur ekki möguleika á að
vinna það allt upp aftur. Ég ákvað
því að fara að ráðum hans, en það
átti eftir að sýna sig, að ég var
miklu nær því „að verða að leggja
árar í bát“ en nokkur gerði sér grein
fyrir.
FRJÁLS MAÐUR
Ég hafði fengið nokkur heimboð
frá Evrópu þetta sumar. En ég tók
aðeins boði frá þrem löndum, Þýzka-
landi, Sviss og Belgíu, til þess að
komast aftur í þrautþjálfun vestur
í Santa Clara. Ég kom til Þýzka-
lands 16. júní og átti að keppa við
Hans Klein næsta kvöld. í janúar
hafði ég sagt Hans, að ég yrði í
mjög slæmri þjálfun. Hann hafði þá
bara hlegið og sagt: „Það verður
eins með mig. Við verðum líklega
seinfærustu keppendurnir, sem
keppt hafa í nokkurri sundkeppni
fyrr eða síðar.“ En hann reyndist
vera í góðri þjálfun, og hann sigr-
aði mig . . . mjög glæsilega.
Mér leið orðið alveg djöfullega,
þegar ég kom til Sviss. Þar synti ég
200 metrana 10 sekúndum hægar en
venjulega. Þegar ég reyndi að drag-
ast upp á laugarbarminn eftir
keppnina, komst ég að raun um, að
mér var það um megn. É'g reyndi
það aftur. Ég komst hálfa leið upp
úr, en svo biluðu handleggirnir. Ég
rann niður í vatnið aftur. Mér tókst
með naumindum að hanga á laug-
arbarminum, þangað til ég var dreg-
inn upp úr. Svo var ekið með mig
til sjúkrahúss í hvelli.
Næsta morgun sagði læknir mér,
að ég væri með blóðsjúkdóm þann,
er nefnist einkirningasótt. „Ágætt!"
hugsaði ég, velti mér á hina hliðina
og sofnaði aftur. Fjóra til fimm