Úrval - 01.09.1971, Page 110

Úrval - 01.09.1971, Page 110
108 ÚRVAL haust. Nú hafði ég tíma . . . tíma til þess að fara á knattspyrnuleiki, í leikhús og á sérstaka fyrirlestra og í skólaferðir til kvennaháskólanna Smith og Vassar. Eg hafði tíma til þess að stunda nám mitt, og ein- kunnir mínar þutu upp á við. É'g hafði ekki eignazt neina nána vini í skólanum veturinn á undan, en nú fluttumst við, ég og herbergisfélagi minn, yfir á gang til níu annarra stúdenta, sem voru á öðru ári eins og við. Við fengum þar samliggj- ardi herbergi, sem mynduðu eina risavaxna íbúð, sem varð fræg um allan skólann, meðan við vorum þar. Þar var um að ræða 7 svefnherbergi, dagstofu, leikherbergi og „skenki- stofu“. Þetta var einmitt þess hátt- ar háskólalíf, sem mig hafði dreymt um. Ég gat varla trúað því, hvílíka blessun venjuleg einkirningasótt hafði getað fært mér. RÚSSNESK FÍFLALÆTI Mér leið orðið prýðilega, þegar sundþjálfun hófst á nýjan leik í des- ember. Ég var nú vel hvíldur og styrkur. Og nú var ég enn á ný far- inn að hlakka til þrautþjálfunarinn- ar, sem beið mín. Áhugi minn á þátt- töku í sundkeppnum hafði eflzt, um leið og heilsa mín styrktist. Ég til- kynnti, að ég ætlaði ekki að „setj- ast í helgan stein“, hvað sundíþrótt- ina snerti. Ég neitaði að viðurkenna, að ég „væri búinn að vera“ á því sviði, aðeins 19 ára að aldri. En auð- vitað yrði ég að byrja alveg upp á nýjan leik, þegar þjálfunin hæfist. Ég yrði að byrja á undirstöðuatrið- unum að nýju. Þjálfunin í New Haven var ekki í raun og veru þess háttar þjálfun, sem ég hafði nú mesta þörf fyrir. Mér tókst að vinna sundkeppnir þær, sem ég tók þátt í sem fulltrúi Yaleháskólans. En það þýddi samt ekki, að ég væri kominn í góða þjálfun aftur. Og ég gerði mér grein fyrir því. Strax og skólanum lauk í júní, sneri ég aftur til Santa Clara og hóf þar þrautþjálfun að nýju. Og strax fyrsta morguninn synti ég rúmar þrjár mílur. Mér fór svo mikið fram, að við George álitum, að ég hefði gott af keppni við erlenda keppinauta. í júlí slóst ég því í hóp 15 bandarískra pilta og stúlkna, sem áttu að taka þátt í sundkeppni í Moskvu. Að mínu áliti ætti aðaltilgangurinn með því að senda íþróttamenn til útlanda að miðast við að skapa vin- áttu og gagnkvæma jákvæða af- stöðu .íþróttir eru alþjóðlegt tungu- mál, sem getur rutt burt hindrun- um á milli manna af ýmsum þjóð- ernum. En sé íþróttamaður misnot- aður á þessu sviði og sé hann veidd- ur sem dýr í gildru í áróðurstilgangi eða vegna þjóðarmetnaðar, þá hef- ur slíkt aðeins gagnkvæma úlfúð og óvináttu í för með sér. Allt frá þeirri stundu er við kom- um til Moskvu, mátti sjá óræk merki þess, að við Bandaríkjamennirnir höfðum gengið beint inn í rússneska gildru. Við bjuggum óskaplega þröngt ,og það fór mjög illa um okkur. Við fengum ekki hlýlegar móttökur. Og svo var á síðasta augnabliki hætt við frjálsíþrótta- keppni milli Bandaríkjamanna og Rússa, en hún hafði átt að fara fram á svipuðum tíma og sund-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.