Úrval - 01.09.1971, Side 120
118
ÚRVAL
Pennsylvaniufylki hafði beint bitr-
um skeytum að þingfulltrúunum
vegna deilunnar um þrælahaldið.
Stevens var stórsnjall maður og
kunni ekki að hræðast. Hann hélt
fast við sína skoðun, á hverju sem
gekk. Hann áleit, að þrælahaldið
væri eini bletturinn á göfugasta
plaggi veraldarinnar, stjórnarskrá
Bandaríkjanna, og hann var ákveð-
inn í að fá þennan blett afmáðan.
Thaddeus Stevens er þekktur í
sögunni sem sannkallaður þrumu-
fleygur, sem ekkert beit á. Þeir,
sem gagnrýna hann, segja, að hann
hafi stuðlað að því, að ameríska
borgarastyrjöldin (Þrælastríðið)
brauzt út. Þeir segja, að hann hafi
sííellt verið að nauða í Lincoln for-
seta og hann hafi stuðlað að því, að
skilmálarnir, sem hin sigruðu Suð-
urríki urðu að ganga að í styrjald-
arlok, urðu harðir. Segja má, að
þetta sé satt. En það er ekki hægt
að skilja þennan sérstæða mann
réttilega, nema með sjónarmiði af
sterkum þætti í fari hans, ofboðs-
legu hatri hans á mannlegri þrælk-
un. Áratug eftir áratug rökræddi
hann og reifst, samdi áætlanir og
greip til margs konar stjórnmála-
legra ráða til þess að tryggja fjór-
um milljónum kúgaðra og umkomu-
lausra negra sómasamlega mann-
lega tilveru.
Hann var ekki aðeins bezti hvíti
yinurinn, sem svartir Bandaríkja-
megn hafa nokkru sinni átt, held-
ur vai*‘.hann einnig ættjarðarvinur,
sermáiifeBoákilið, að þjóð okkar auð-
sýáé henuuíii9^ákklæti. Fyrir rúmri
G^b^feifSÉtailiniBéirrglögga grein fyr-
m'lþ»á,'ifelSjiáði(Jae(trayi»iacki orðið að
einni þjóð án þess að veita öllum
hinum ólíku borgurum okkar hlut-
deild í bræðralagi þjóðar okkar. 14.
og 15. stjórnarskrárbreytingin
tryggja okkur nú öllum einstakl-
ingsfrelsi. Slíkt má þakka Thadde-
usi Stevens. Stjórnarskrárbreyting-
ar þessar eru minnisvarðar hans.
STOLT OG HLEYPIDÓMAR
Stevens virtist fæddur til mikilla
átaka. Hann var sonur bónda, sem
var hinn mesti búskussi og hljópst
að síðustu á brott frá eiginkonu og
fjórum börnum í Danville í Ver-
montfylki. Thaddeus Stevens var
með klumbufót og haltraði því. Þessi
líkamslýti voru honum mikið við-
kvæmnismál. Móðir hans kom auga
á hið ósveigjanlega stolt, sem var
svo ríkur þáttur í eðlisfari hans.
Hún ákvað því að stuðla að því, að
hann gæti gengið menntaveginn.
Hún fluttist til Peachmam í Ver-
montfylki og gerðist ráðskona til
þess að geta komið honum í mennta-
skólann þar. Drengurinn brá skjótt
við. Hann skaraði fram úr í sögu og
sígildum bókmenntum. Hann safn-
aði stöðugt eldsneyti fyrir skarpan
heila sinn og brýndi tungu sína, þar
til hún varð ein hin snjallasta og
hvassyrtasta í allri Ameríku.
Hann fékk illa launaða kennara-
stöðu í York í Pennsylvaniufylki,
eftir að hann útskrifaðist úr Dart-
mountháskólanum árið 1814. Metn-
aðargirnin lét hann aldrei í friði,
og því tók hann að leggja stund á
lögfræði. Áður en tvö ár voru liðin,
hafði hann hætt kennslustörfum og
sett á stofn málaflutningsskrifstofu
í Gettysburg.