Úrval - 01.09.1971, Síða 120

Úrval - 01.09.1971, Síða 120
118 ÚRVAL Pennsylvaniufylki hafði beint bitr- um skeytum að þingfulltrúunum vegna deilunnar um þrælahaldið. Stevens var stórsnjall maður og kunni ekki að hræðast. Hann hélt fast við sína skoðun, á hverju sem gekk. Hann áleit, að þrælahaldið væri eini bletturinn á göfugasta plaggi veraldarinnar, stjórnarskrá Bandaríkjanna, og hann var ákveð- inn í að fá þennan blett afmáðan. Thaddeus Stevens er þekktur í sögunni sem sannkallaður þrumu- fleygur, sem ekkert beit á. Þeir, sem gagnrýna hann, segja, að hann hafi stuðlað að því, að ameríska borgarastyrjöldin (Þrælastríðið) brauzt út. Þeir segja, að hann hafi sííellt verið að nauða í Lincoln for- seta og hann hafi stuðlað að því, að skilmálarnir, sem hin sigruðu Suð- urríki urðu að ganga að í styrjald- arlok, urðu harðir. Segja má, að þetta sé satt. En það er ekki hægt að skilja þennan sérstæða mann réttilega, nema með sjónarmiði af sterkum þætti í fari hans, ofboðs- legu hatri hans á mannlegri þrælk- un. Áratug eftir áratug rökræddi hann og reifst, samdi áætlanir og greip til margs konar stjórnmála- legra ráða til þess að tryggja fjór- um milljónum kúgaðra og umkomu- lausra negra sómasamlega mann- lega tilveru. Hann var ekki aðeins bezti hvíti yinurinn, sem svartir Bandaríkja- megn hafa nokkru sinni átt, held- ur vai*‘.hann einnig ættjarðarvinur, sermáiifeBoákilið, að þjóð okkar auð- sýáé henuuíii9^ákklæti. Fyrir rúmri G^b^feifSÉtailiniBéirrglögga grein fyr- m'lþ»á,'ifelSjiáði(Jae(trayi»iacki orðið að einni þjóð án þess að veita öllum hinum ólíku borgurum okkar hlut- deild í bræðralagi þjóðar okkar. 14. og 15. stjórnarskrárbreytingin tryggja okkur nú öllum einstakl- ingsfrelsi. Slíkt má þakka Thadde- usi Stevens. Stjórnarskrárbreyting- ar þessar eru minnisvarðar hans. STOLT OG HLEYPIDÓMAR Stevens virtist fæddur til mikilla átaka. Hann var sonur bónda, sem var hinn mesti búskussi og hljópst að síðustu á brott frá eiginkonu og fjórum börnum í Danville í Ver- montfylki. Thaddeus Stevens var með klumbufót og haltraði því. Þessi líkamslýti voru honum mikið við- kvæmnismál. Móðir hans kom auga á hið ósveigjanlega stolt, sem var svo ríkur þáttur í eðlisfari hans. Hún ákvað því að stuðla að því, að hann gæti gengið menntaveginn. Hún fluttist til Peachmam í Ver- montfylki og gerðist ráðskona til þess að geta komið honum í mennta- skólann þar. Drengurinn brá skjótt við. Hann skaraði fram úr í sögu og sígildum bókmenntum. Hann safn- aði stöðugt eldsneyti fyrir skarpan heila sinn og brýndi tungu sína, þar til hún varð ein hin snjallasta og hvassyrtasta í allri Ameríku. Hann fékk illa launaða kennara- stöðu í York í Pennsylvaniufylki, eftir að hann útskrifaðist úr Dart- mountháskólanum árið 1814. Metn- aðargirnin lét hann aldrei í friði, og því tók hann að leggja stund á lögfræði. Áður en tvö ár voru liðin, hafði hann hætt kennslustörfum og sett á stofn málaflutningsskrifstofu í Gettysburg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.