Úrval - 01.09.1971, Page 122

Úrval - 01.09.1971, Page 122
120 ÚRVAL ins til þess að fá tækifæri til að ná meiri árangri í máli þessu. Og árið 1848 var hann kosinn á þjóðþingið. Þar rakst hann harkalega á helztu talsmenn þrælahaldsins. Thomas Ross fulltrúadeildarþingmaður réðst á Stevens í ræðu og jós yfir hann svívirðingum. Stevens hlustaði á hann, en reis svo á fætur. Og þá fyrst lærðist þingmönnum, hvernig á að halda ærlega skammarræðu. „Það eru engin svör til við slíkum athugasemdum,“ sagði Stevens. „í ríki Móður náttúru er lítið, depl- ótt, viðbjóðslegt dýr, sem Móðir náttúra hefur búið vopni einu. Þar er um að ræða fúlt kirtilefni, sem gegnsýrir allt, sem það kemur við og saurgar svo alla þá, sem ráðast gegn dýri þessu, að þeim finnst í langan tíma sem þeir sjálfir séu ógeðslegir, og sama er að segja um þá, sem umgangast þá. I rauninni getur sá hinn sami aldrei orðið hreinn aftur. Ekkert, engin móðg- un skal fá mig til þess að ráðast gegn svo viðbjóðslegri skepnu!" Það ríkti alger þögn í salnum. Það var sem þingmenn væru miður sín af þessum óbótaskömmum. Einn af leiðtogum þrælahaldssinna, Howell Cobb þingmaður frá Georgiufylki, tautaði loks: „Ovinur okkar hefur nú fengið hershöfðingja.“ VIÐKVÆM MISKLÍÐAREFNI Upp frá þessu varð Stevens for- ingi afnámssinna. Ræður hans ollu slíkri reiði þingmanna þeirra, sem voru stuðningsmenn þrælahaldsins, að þeir ógnuðu honum með hnífum í sjálfu þinginu. Stevens lét allar hótanir sem vind um eyrun þjóta, hélt fast við skoðun sína og hamp- aði henni við hvert tækifæri: Hann sagði, að það væri galli í uppbygg- ingu hinna miklu Bandaríkja, galli, sem orsakaðist af „versta fyrir- brigði, sem fyrir finnst á jarðríki, þ. e. þrælahaldinu, sem er smán fyrir mennina og andar vítis hefðu jafnvel óþökk á.“ Hann varaði menn við og sagði, að fyrr eða síðar yrði þjóðin að horfast í augu við þetta vandamál og leysa það. En svo fór samt, að málamiðlun í þessu efni sigraði, þ. e. sú trú, að það yrði að umbera þrælahaldið, a. m. k. um sinn, ef ríkjasambandið og þjóðin ættu ekki að splundrast í sundur. Nýju strokuþrælalögin gerðu jafnvel frjálsum borgurum það að skyldu að hjálpa til að hafa uppi á strokuþrælum. Stevens hafði hina megnustu andstyggð á þessari málalyktan og yfirgaf þjóðþingið árið 1853 í lok annars kjörtímabils síns. Hann spáði því réttilega, að þessi málamiðlun yrði „frjósöm móðir uppreisna, ósáttar og borg- arastyrjaldar í framtíðinni." Þegar ófriðarhorfur tóku að auk- ast árið 1858, fannst honum, að hon- um bæri skylda til þess að hefja afskipti af stjórnmálum á nýjan leik. Hann hlaut kosningu að nýju sem þingmaður fulltrúadeildar þjóð- þingsins. Hann var óbifanlegur í stuðningi sínum við einingu fylkj- anna í einu ríkjasambandi og mátti ekki hugsa til þess, að Bandaríkj- unum yrði splundrað. A þjóðþing- inu ríkti mikil óeining, en hann hvatti þingið til þess að styðja for- setaefnið Abraham Lincoln. Svo þegar átökin hófust, haltraði Stev-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.