Úrval - 01.09.1971, Page 123
HVITI MAÐURINN...
121
ens um Washington í sífelldri við-
leitni sinni til þess að styrkja rík-
isstjórnina og hvetja leiðtoga hers-
ins til þess að sýna hugrekki og
dirfsku.
Stevens hvatti einnig Lincoln for-
seta óspart til þess að veita þræl-
unum frelsi tafarlaust. Lincoln gat
ekki fallizt á þetta. Hann barðist
örvæntingarfullri baráttu fyrir því
að halda útkjálkafylkjunum í ríkja-
sambandinu og þorði ekki að af-
nema þrælahald í þeim fylkjum taf-
arlaust. Þetta varð að viðkvæmu
misklíðarefni milli þeirra Stevens
og Lincolns. En Stevens tók að við-
urkenna stjórnsnilli Lincolns í máli
þessu, er mánuðirnir liðu og forset-
inn nálgaðist stöðugt lokatakmark
sitt, yfirlýsingu um, að þrælunum
skyldi veitt frelsi, sjálfa mannrétt-
indayfirlýsinguna. Hann fullvissaði
skoðanabræður sína um, að Lincoln
ætlaði sér ekki að ryðjast með of-
forsi gegn varnarvirki þrælahalds-
ins, „líkt og múrbrjótur“, heldur
sýndi hann „kænsku og varkárni að
vanda og leitaðist við að plokka
kalkið úr öllum samskeytum, þang-
að til turninn fellur aftur til
grunna.“
Menn hafa miklað fyrir sér mis-
klíð þeirra Lincolns og Stevens um
baráttuaðferðir. Gagnrýni Stevens
var sannarlega hörkuleg, en hann
varði afstöðu sína með þessum orð-
um: „Trygg eru sár þau, sem vinur
veitir, en kossar óvinarins ótrygg-
ir.“ Þegar lestin, sem flutti líkkistu
Lincolns, fór fram hjá bænum Lan-
caster í Pennsylvaniufylki árið 1865,
stóð Stevens hjá járnbrautarbrú og
veifaði. Andlit hans var sem stirðn-
að af sorg.
AÐ VINNA FRIÐINN
Þegar styrjöldinni var lokið og
hersveitirnar höfðu haldið heim,
áleit Stevens, að þörf væri á hörku
og ströngu eftirliti til þess að tryggja
að gallharðir Suðurríkjamenn
reyndu ekki að koma þrælahaldi á
laggirnar að nýju. Þrælaeigendur
höfðu ætíð hatað hann. (Jubal Ear-
ly hershöfðingi í Suðurríkjaher, sem
réðst með hersveitir sínar inn í
Pennsylvaniufylki árið 1863, hafði
strengt þess heit að hengja Stevens
og „hluta í sundur bein hans og
senda þau síðan til hinna ýmsu
fylkja sem safngripi.“) Nú tók Stev-
ens til óspilltra málanna til þess að
stemma stigu fyrir frekari aðgerð-
um gallharðra fyrrverandi þræla-
eigenda. Hann tók að gera uppkast
að stjórnarskrárbreytingu, sem ein-
kenndist af nýjum skilningi á
mannréttindum. Og hann ætlaði sér
að knýja hana í gegnum þjóðþingið.
Með hjálp 13. stjórnarskrárbreyt-
ingarinnar, sem endurbætt hafði
verið á stríðsárunum, hafði þræla-
haldið þegar verið afnumið. En hún
hafði ekki veitt negrunum borgara-
réttindi. Eftir harðar deilur og al-
gert ósætti við Andrew Johnson
forseta samþykkti þjóðþingið 14.
stjórnarskrárbreytinguna, en sam-
kvæmt henni var fyrrverandi þræl-
um ekki eingöngu veitt full borg-
araréttindi, heldur tryggði ríkið og
þingið þessum rétt.indum þeirra all-
mikla vernd. Enn þann dag í dag
er 14. stjórnarskrárbreytingin ein