Úrval - 01.12.1973, Page 6

Úrval - 01.12.1973, Page 6
4 ÚRVAL Auschwitz. En fyrir þessa umkomu lausu menn, sem hrúgað var sam- an í „14. blokk“, þessum daunillu, sóðalegu klefum, var þetta grimmd arlega hlutskipti sérstök pynting. Og þegar nóttin skall á, gat eng- inn hlotið ámæli fyrir þá leyndu ósk, að flóttamaðurinn ætti að finnast. En hann fannst ekki. Aldrei framar heyrðist neitt um hann. En 30 árum síðar var hans aftur minnzt af Páli páfa' 6. og lýst sem „ef til vill hinni björtustu og glæstustu veru“, að hann skyldi sleppa „frá hinni ómannlegu niðurlægingu og djöfullegu grimmd nazistatímans . Enginn svaf í „14. blokk“ þessa nótt. Allir horfðust í augu við sál- arangist og kvíða. Upphefð, heim- ili, frelsi, fjölskylda — allt var týnt. Nú var lífið — hið einasta, sem eftir var — haft að leiksoppi. Einn fanganna, fyrrverandi pólsk ur hermaður, Francis Gajowniczek, lýsir aðstöðunni á þessa leið: „Svo lengi von sem líf“. Og fyr- ir hann var vonin sérstaklega dýr- mæt. Hann hélt, að konan sín og tveir synir væru enn á lífi. Gæti hann aðeins sloppið úr þess- um hreinsunareldi, mundi hann finna þau og nýtt líf gæti hafizt. f næsta fleti lá listaverkasali Mec- zyslaw Koscielniak sem hafði glat- að síðustu vonarglætu sinni. „Hamingjuljós mitt var þá þegar slokknað", segir hann. „Nazistarnir höfðu gert okkur að skepnum, sem gætu gert sig að þjófum fyrir brauð mola. Alla nema prestinn". Jafnvel nú vissi Koscielniak, að presturinn var öðruvísi en hinir. Þótt hann væri oft veikur og máttfarnari en flestir aðrir, virtist presturinn alltaf hafa einhverjum molum að miðla. Ef hann gat stað- ið upp, vildi hann vinna. Ef einn brást, bauðst hann til að hlaupa í skarðið. Og í leyndum var honum trúað fyrir öllu af hinum. Meira að segja þessa nótt, sem virtist endalaus, sá Koscielniak prestinn krjúpa við flet grátandi unglings og heyrði hann segja: „Það þarf enginn að hræðast dauðann“. Um það leyti, sem kallað var til starfa um morguninn, var sólar- hitinn orðinn óþolandi. Fangarnir úr hinum álmunum voru nú þeg- ar horfnir. En hópurinn í „14. blokk“ hímdi í fangelsisgarðinum. Þeir stóðu þar allan daginn, tíu raðir uppistandandi beinagrinda. Þeir, sem hnigu niður af þreytu eða svima, voru barðir eða sparkað í þá, unz þeir stauluðust á fætur. Þeir, sem ekki gátu staðið upp, voru blátt áfram settir í hrúgu. Um klukkan 6 að kvöldi tilkynnti fangavörðurinn Fritch ofursti, að flóttamaðurinn hefði ekki fundizt. Hann mundi nú velja þá tíu, sem áttu að deyja. Þeir yrðu fluttir í dauðabúðirnar í „13. blokk“ og látnir drepast úr hungri. Valið tók aðeins örfáar mínút- ur, en fyrir hina kvíðandi, ör- magna menn var það heil eilífð. Með skellandi stígvél á hörðum vellinum, færðist Fritsch frá einni röð til annarrar. Hann staðnæmdist tíu sinnum og sagði eitt orð í hræðilegri þögn- inni: „Þú“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.