Úrval - 01.12.1973, Side 9

Úrval - 01.12.1973, Side 9
HETJUDÁÐ S’ÉRA KOLBE 7 sr. Kolbe tókst að ná hinni rauðu kórónu píslarvættisins. Þessir tíu, sem höfðu verið vald- ir til dauða úr hungri, lágu nú naktir á steinsteypugólfi í daun- illum neðanjarðarklefa í „13. blokk“. Stundum grétu þeir og andvörp- uðu í óráði. En svo lengi sem þeir höfðu meðvitund, hlýddu þeir á fullyrðingar sr. Kolbe um, að Guð hefði ekki yfirgefið þá. Meðan kraftar leyfðu, lágu þeir á bæn og sungu. Eftir fáeina daga, neituðu verð- irnir að nálgast dauðaklefann og höfðu þeir þó séð marga deyja, en enga með svo fullkominni rósemi. Þeir sendu því lögregluþjóna til að sækja lík hinna látnu og fjarlægja þau. í „14. blokk“ truflaðist Gajo- wniczek alveg í fyrstu vfir fórn sr. Kolbe. Hann grét, og neitaði að matast. En Koscielniak sagði við hann: „Reyndu að átta big. Ætlarðu að láta prestinn deyia til einskis?" Og þá ákvað Gajowniczek að gera allt til að lifa af og njóta þannig fórn- ar sr. Kolbes. Kærleiksfórnin lækn aði þannig líka sálarangist hans. ..Slíkur maður var sannarlega þess virði að sigra." Að hálfum mánuði liðnum voru aðeins fjórir menn á lífi í dauða- klefanum í „13. blokk“. Og af þeim lifði sr. Kolbe lengst Það var eins og hann yrði að hjálpa félögum sínum gegnum allar þrautir og hefði bókstaflega ekki tíma til að deyja og gæti ekki losnað. Nazistar ákváðu nú að hjálpa upp á sakirnar. Það var 14. ágúst kvöldið fyrir himnafarardag Maríu. Með bros á vörum, hvíslandi „Ave Maria“, rétti presturinn arm- inn að nálinni. Fjórum löngum árum síðar var skelfingin á enda. Francis Gajo- wniczek hélt aftur heim til Varsjár, en fann heimili sitt í rústunum. Báðir synir hans höfðu farizt, en konan hans var heil á húfi. Þau fluttust í lítið þorp og byrjuðu nýtt líf. Dag nokkurn heyrði Francis Gajowniczek ógleymanlegar frétt- ir: Orðrómur um píslarvætti sr. Kolbes hafði borizt til Rómar, alla leið inn í Vatíkanið. Stungið var upp á því, að hann yrði blessaður, fyrsta sporið til að verða tekinn í dýrlingatölu. Gajowniczek var kallaður til vitnisburðar um fórnarstarf hans og hetjudauða í fangabúðunum. Og eftir 24 ára nákvæmar rannsóknir var þetta staðfest. Svo var það 17. október 1971. að 8000 menn og konur höfðu safnazt saman að háaltari Péturskirkjunn- ar í Róm. Þetta var fólk komið alla leið frá Póllandi til að taka þátt. í hinni hátíðlegu helgiathöfn. Meðal þeirra voru Francis Gai- owniczek og kona hans, hvPhærð og virðuleg, ennfremur Koscieiní- ak. Mynd af hinum blessaða föður Kolbe var afhjúpuð og í fyrsta sinni í manna minnum skipaði páf- inn sjálfur forsæti við athöfnina. „Milljónum hefur verið fórnað á altari valds og hroka og fyrir brjálæði kynþáttahaturs.“ sagði hans heilagleiki. „En í öllu þessu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.