Úrval - 01.12.1973, Side 9
HETJUDÁÐ S’ÉRA KOLBE
7
sr. Kolbe tókst að ná hinni rauðu
kórónu píslarvættisins.
Þessir tíu, sem höfðu verið vald-
ir til dauða úr hungri, lágu nú
naktir á steinsteypugólfi í daun-
illum neðanjarðarklefa í „13.
blokk“.
Stundum grétu þeir og andvörp-
uðu í óráði. En svo lengi sem þeir
höfðu meðvitund, hlýddu þeir á
fullyrðingar sr. Kolbe um, að Guð
hefði ekki yfirgefið þá. Meðan
kraftar leyfðu, lágu þeir á bæn og
sungu.
Eftir fáeina daga, neituðu verð-
irnir að nálgast dauðaklefann og
höfðu þeir þó séð marga deyja, en
enga með svo fullkominni rósemi.
Þeir sendu því lögregluþjóna til að
sækja lík hinna látnu og fjarlægja
þau.
í „14. blokk“ truflaðist Gajo-
wniczek alveg í fyrstu vfir fórn
sr. Kolbe. Hann grét, og neitaði að
matast.
En Koscielniak sagði við hann:
„Reyndu að átta big. Ætlarðu að
láta prestinn deyia til einskis?" Og
þá ákvað Gajowniczek að gera allt
til að lifa af og njóta þannig fórn-
ar sr. Kolbes. Kærleiksfórnin lækn
aði þannig líka sálarangist hans.
..Slíkur maður var sannarlega þess
virði að sigra."
Að hálfum mánuði liðnum voru
aðeins fjórir menn á lífi í dauða-
klefanum í „13. blokk“. Og af þeim
lifði sr. Kolbe lengst Það var eins
og hann yrði að hjálpa félögum
sínum gegnum allar þrautir og
hefði bókstaflega ekki tíma til að
deyja og gæti ekki losnað.
Nazistar ákváðu nú að hjálpa
upp á sakirnar. Það var 14. ágúst
kvöldið fyrir himnafarardag Maríu.
Með bros á vörum, hvíslandi
„Ave Maria“, rétti presturinn arm-
inn að nálinni.
Fjórum löngum árum síðar var
skelfingin á enda. Francis Gajo-
wniczek hélt aftur heim til Varsjár,
en fann heimili sitt í rústunum.
Báðir synir hans höfðu farizt, en
konan hans var heil á húfi. Þau
fluttust í lítið þorp og byrjuðu
nýtt líf.
Dag nokkurn heyrði Francis
Gajowniczek ógleymanlegar frétt-
ir: Orðrómur um píslarvætti sr.
Kolbes hafði borizt til Rómar, alla
leið inn í Vatíkanið. Stungið var
upp á því, að hann yrði blessaður,
fyrsta sporið til að verða tekinn í
dýrlingatölu.
Gajowniczek var kallaður til
vitnisburðar um fórnarstarf hans
og hetjudauða í fangabúðunum. Og
eftir 24 ára nákvæmar rannsóknir
var þetta staðfest.
Svo var það 17. október 1971. að
8000 menn og konur höfðu safnazt
saman að háaltari Péturskirkjunn-
ar í Róm. Þetta var fólk komið alla
leið frá Póllandi til að taka þátt. í
hinni hátíðlegu helgiathöfn.
Meðal þeirra voru Francis Gai-
owniczek og kona hans, hvPhærð
og virðuleg, ennfremur Koscieiní-
ak. Mynd af hinum blessaða föður
Kolbe var afhjúpuð og í fyrsta
sinni í manna minnum skipaði páf-
inn sjálfur forsæti við athöfnina.
„Milljónum hefur verið fórnað
á altari valds og hroka og fyrir
brjálæði kynþáttahaturs.“ sagði
hans heilagleiki. „En í öllu þessu