Úrval - 01.12.1973, Page 22

Úrval - 01.12.1973, Page 22
20 ÚRVAL verða ákaflega aðkallandi til björg unar tegundinni. Aðskilnaður kynjanna er nauðsynlegur í dýra- görðum, því dvergvatnahestarnir eru grimm bardagadýr og aðfarir hinna allt að 300 kg karldýra geta auðveldlega orðið kvendýrunum að bana. Önnur alvarleg hindrun: Vatnahestar æxlast venjulega í vatni og standa samfarirnar yfir í um 5 mínútur eða meir. Þar sem höfuð kvendýrsins er þá að mestu undir vatnsyfirborðinu truflast samfarirnar af baráttu þess við drukknun. Að fenginni þeirri reynslu var dýpi vatnsgeymanna í Þjóðar-dýragarðinum minnkað í 45 sm. í dag hafa 48 velheppnaðar fæðingar átt sér stað og yfirdýra- vörðurinn Herbert T. Stroman seg- ir, „að öllu jöfnu er æxlun tiltölu- lega auðveld, núorðið.“ EÐLILEGT UMHVERFI Önnur forsenda æxlunar er eðli- legt umhverfi og landslag. Þar sem þetta tvennt er víðast hvar til stað- ar, fyrir hóf- og klaufdýr, er æxl- un þeirra rnikið auðveldari en ann- arra spendýra. Sérstaklega erfið loftslagsskilyrði valda tveimur vinsælustu dýrateg- undunum miklum erfiðleikum — snæ-hlébarðanum og ísbirninum. Árum saman krömdu eða átu birn- urnar nýfædda húna sína. I Tole- do komust aðeins tveir af tíu hún- um á legg. Ástæðan var alls staðar sú sama — eins og á ísbreiðum norðurheimskautssvæðanna þörfn- uðust birnurnar algjörrar einangr- unar, þar til húnarnir gátu farið að ráfa um. Eftir að hafa misst nokkra húna, komst stjórnandi Brookfield-dýragarðsins yfir hol- lenzka bók um viðhald dýrateg- unda. „Útbúið nákvæma eftirlík- ingu af ísdyngju, sem ekki verður komizt að fyrir birnuna.“ Ein slík var þegar útbúin fyrir dýragarð- inn. „Þetta tókst með ágætum fyr- ir báðar birnurnar okkar,“ sagði Crowcroft íagnandi. „Síðastliðinn vetur biðum við í ofvæni, dögum saman, ekkert tíst heyrðist. Svo birtist önnur birnan með snjóhvít- an hnoðra á eftir sér og skömmu seinna hin með tvo.“ Snæ-hlébarðar eru sjaldgæfir í dýragörðum og nærri óbætanlegir. Þeirra eðlilega umhverfi er ískalt loftslag í 3300 metra hæð í Mið- Asíu og þeir hafa nærri enga mót- stöðu gegn bakteríum siðmenning- arinnar. „Mjólk móðurinnar inni- heldur mótefni, sem ver nýfædda hvolpana gegn bakteríum, fyrstu dagana,“ segir Cristen Wemmer gæzlumaður við Brookfield-dýra- garðinn. „Snæ-hlébarðalæðurnar okkar neituðu með öllu að gefa kettlingum sínum að sjúga og vegna þess að nýfæddir kettlingar höfðu litla lífsmöguleika í menguðu loft- inu héldum við þeim í sótthreins- uðum klefum í tvær vikur.“ Undir yfirstjórn framkvæmda- stjóra Bradford-House eru nú 7 af 11 doppóttum fallegum hnoðrum að komast á legg í New York-dýra- garðinum. „Okkur hefur verið það mikil hvatning, að karldýr, sem fæddist í dýragarði, hefur getið af sér marga kettlinga síðastliðið ár.“ Framtíð tegundarinnar er vissulega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.