Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
verða ákaflega aðkallandi til björg
unar tegundinni. Aðskilnaður
kynjanna er nauðsynlegur í dýra-
görðum, því dvergvatnahestarnir
eru grimm bardagadýr og aðfarir
hinna allt að 300 kg karldýra geta
auðveldlega orðið kvendýrunum að
bana. Önnur alvarleg hindrun:
Vatnahestar æxlast venjulega í
vatni og standa samfarirnar yfir í
um 5 mínútur eða meir. Þar sem
höfuð kvendýrsins er þá að mestu
undir vatnsyfirborðinu truflast
samfarirnar af baráttu þess við
drukknun. Að fenginni þeirri
reynslu var dýpi vatnsgeymanna í
Þjóðar-dýragarðinum minnkað í 45
sm. í dag hafa 48 velheppnaðar
fæðingar átt sér stað og yfirdýra-
vörðurinn Herbert T. Stroman seg-
ir, „að öllu jöfnu er æxlun tiltölu-
lega auðveld, núorðið.“
EÐLILEGT UMHVERFI
Önnur forsenda æxlunar er eðli-
legt umhverfi og landslag. Þar sem
þetta tvennt er víðast hvar til stað-
ar, fyrir hóf- og klaufdýr, er æxl-
un þeirra rnikið auðveldari en ann-
arra spendýra.
Sérstaklega erfið loftslagsskilyrði
valda tveimur vinsælustu dýrateg-
undunum miklum erfiðleikum —
snæ-hlébarðanum og ísbirninum.
Árum saman krömdu eða átu birn-
urnar nýfædda húna sína. I Tole-
do komust aðeins tveir af tíu hún-
um á legg. Ástæðan var alls staðar
sú sama — eins og á ísbreiðum
norðurheimskautssvæðanna þörfn-
uðust birnurnar algjörrar einangr-
unar, þar til húnarnir gátu farið
að ráfa um. Eftir að hafa misst
nokkra húna, komst stjórnandi
Brookfield-dýragarðsins yfir hol-
lenzka bók um viðhald dýrateg-
unda. „Útbúið nákvæma eftirlík-
ingu af ísdyngju, sem ekki verður
komizt að fyrir birnuna.“ Ein slík
var þegar útbúin fyrir dýragarð-
inn. „Þetta tókst með ágætum fyr-
ir báðar birnurnar okkar,“ sagði
Crowcroft íagnandi. „Síðastliðinn
vetur biðum við í ofvæni, dögum
saman, ekkert tíst heyrðist. Svo
birtist önnur birnan með snjóhvít-
an hnoðra á eftir sér og skömmu
seinna hin með tvo.“
Snæ-hlébarðar eru sjaldgæfir í
dýragörðum og nærri óbætanlegir.
Þeirra eðlilega umhverfi er ískalt
loftslag í 3300 metra hæð í Mið-
Asíu og þeir hafa nærri enga mót-
stöðu gegn bakteríum siðmenning-
arinnar. „Mjólk móðurinnar inni-
heldur mótefni, sem ver nýfædda
hvolpana gegn bakteríum, fyrstu
dagana,“ segir Cristen Wemmer
gæzlumaður við Brookfield-dýra-
garðinn. „Snæ-hlébarðalæðurnar
okkar neituðu með öllu að gefa
kettlingum sínum að sjúga og vegna
þess að nýfæddir kettlingar höfðu
litla lífsmöguleika í menguðu loft-
inu héldum við þeim í sótthreins-
uðum klefum í tvær vikur.“
Undir yfirstjórn framkvæmda-
stjóra Bradford-House eru nú 7 af
11 doppóttum fallegum hnoðrum
að komast á legg í New York-dýra-
garðinum. „Okkur hefur verið það
mikil hvatning, að karldýr, sem
fæddist í dýragarði, hefur getið af
sér marga kettlinga síðastliðið ár.“
Framtíð tegundarinnar er vissulega