Úrval - 01.12.1973, Blaðsíða 33
SVONA VERÐUR JÁRNBRAUT . . .
31
arnir yrðu einnig hlaðnir jákvæð-
um straumi. Væri hægt að knýja
t. d. braut á stærð við Tokyo—•
Osaka brautina áfram á þennan
hátt? Blað, sem gefið var út árið
1966 af tveim bandarískum vís-
indamönnum, Gordon T. Danby og
James R. Powell við Brookhaven
National rannsóknarstofnunina,
sannfærði Japana um að segul-
mögnuð lyfting væri þess virði, að
tekin yrði til ýtrustu rannsóknar
og árið 1970 samþykkti ríkisstjórn-
in 9.5 milljarða fjárveitingu til
framkvæmda á framtíðar-járnbraut
inni.
Eftir að hafa velt fyrir sér öll-
um möguleikum, ákváðu tæknifræð
ingarnir, að lestin yrði knúin af
kerfi, sem væri fremra nokkurri
eldsneytis-vél og nærri eins bylt-
ingarkennt og sjálf segulmagnaða-
lyftikenningin, hinum svokallaða
„linear mótor“. Venjulegur rafall
framleiðir orku, þegar segulöfl
knýja hvei'fil á snúningshreyfingu.
„Linear-mótorinn" breytir snún-
ingsreglunni í beinnar-línu knún-
ing, frammávið. JNR hefur gert
tilraunir með litlum vöruflutninga
vögnum í nokkur ár og sérfræð-
ingar voru sannfærðir um, að hægt
væri að not.a það við stærri farar-
tæki.
Kjarni vandamálsins varðandi
„draumalestina“, var því, hvort seg-
ul-lyftiaðferðin væri framkvæman-
leg. Stund sannleikans rann upp
25. júlí 1972 við tæknirannsóknar-
stofnun JNR í Kunitachi. Verk-
fræðingur ýtti á takka og grár vagn
með átta litlum gúmmíhjólum rann
af st.að á 220 metra langri tilrauna-
brautinni. Eftir að hafa runnið um
50 metra, slepptu hjólin brautinni.
Undir æstum „Banzai" hrópum
sveif tveggja tonna þungur vagn-
inn um 90 met.ra, áður en hann
settist mjúklega á jörðina á ný.
Ferðin var stutt, og 48 km há-
markshraði ekkert stórkostlegur.
En nokkru eftir að Seikan-göng-
in munu umbreyta norðurhluta
japanska járnbrautarkerfisins lofa
Japanir því, að fyrsta 100 farþega
sviflestin muni fara hina rúmlega
400 km leið, milli Tokvo og Osaka
á litlu meir en klukkustund, hvorki
meira né minna en 2 klukkustund-
um skemmri tíma en eiginlegur
flugferðartími er frá miðborg til
miðborgar. JNR virðist því líklegt
til að verða fyrsta járnbrautarfé-
lagið sem fært er að keppa við 40
ára yfirburði flugfélaganna í þæg-
indum og hraða. Hver efast því um
að í sögu samgangnanna muni hið
lítilláta 90 metra „svif“ við Kuni-
tachi, einhvern daginn, verða lagt
að jöfnu við fyrsta stutta flugið
við Kittyhawk fyrir 70 árum?
☆