Úrval - 01.12.1973, Page 42

Úrval - 01.12.1973, Page 42
40 ÚRVAL þér er illa við börnin þín, skaltu gefa þeim þetta ómeti.“ Heildar- dómur á vörum verzlunarinnar var: Fimmtíu prósent óæti. Adelle Davis lærði fyrst um fjör- efni, fyrir fimmtíu árum, á sumar- námskeiði við háskólann í Wiscon- sin. Seinna, við Purdue-háskólann í Indiana, talaði hún svo mikið um fjörefni, að skólafélagar hófu að kalla hana Fjörefna-Davis. í dag er hún helzti talsmaður „Heilbrigðra fæðutegunda", félagi sem útvegar verzlunum og vörumörkuðum heil- næmar fæðutegundir fyrir 84 millj- arða kr. á ári. Hinar fjórar „sígildu" bækur hennar, „Borðum rétt og verum heilbrigð", „Matreiðum á réttan hátt“, „Höldum heilsunni“ og „Ölum heilbrigð börn“, hafa selzt í meir en 9.5 milljón eintökum, bæði innbundnar bækur og pappírskilj- ur. Hún kemur nærri eins oft fram í samtalsþáttum sjónvarpsins og sjálfur Johnny Carson. Ákveðinn morgunverðarkornmat- ur, sem ber áritun hennar á um- búðunum, er söluhæsta varan í mörgum verzlunum, sem sérhæfa sig í hollri fæðu og nokkrar hlið- stæðar vörutegundir munu fljót- lega koma á markaðinn. Ágóðinn af þeim mun verða lagður í sjóð til eflingar menntunar í næringar- fræðum. Á meðan vinsældir hennar hafa rokið upp úr öllu valdi, hefur gagn rýnin einnig vaxið að sama skapi af hálfu Bræðrasambands lækna- vísindanna. Meðlimir sambandsins varpa fram óþægilegum spurning- um um niðurstöður á rannsóknum þeim, er hún kveðst hafa fram- kvæmt og hafa áhyggjur af því, að fylgjendur hennar muni hlaða á sig allt of miklu af fjörefnum. Einn hinna háskólamenntuðu gagnrýn- enda hennar hefur þó látið hafa eftir sér: „Hún hefur í raun vakið athygli bandarísku þjóðarinnar á næringarfræðum og mikilvægi fæð unnar sem fólkið borðar." FÓLKIÐ ER ÖRMAGNA Eins og fegrunarsérfræðingurinn Helena Rubinstein og vöðvafjallið Charles Atlas er Adelle Davis lif- andi auglýsing fyrir þær vörur, sem hún mælir með. Hún er þrótt- mikil og styrk, jafnvel kraftaleg, kona á sjötugasta aldursári, með fjörlegar hreyfingar og skipandi rödd. Hún er sannfærandi og ákaf- lega þrálát. „Rannsóknir á næring- arfræðum eru sem ný lýsandi stjarna frá Betlehem," hefur hún skrifað, „og gefur vonir um, að veikindi þurfi ekki að vera stöð- ugur fylgifiskur lífsins." En það er hið yfirnáttúrlega við næringuna, en ekki rannsóknir á þeim, sem hún brýnir fyrir fylgismönnum sín um. „Allt, ekki aðeins heilsan, velt- ur á réttri næringu.“ Hún hefur lýst því yfir, í nýfluttum fyrir- lestri, að þar sem rétt fæða sé val- in, séu engir glæpir. Hún benti á, að hin drápfýsna Manson-fjölskylda í Suður-Kaliforníu, hafi að mestu lifað á brjóstsykri. Hún telur ekki ólíklegt, að sigur Þjóðverja yfir Frökkum í seinni heimsstyrjöldinni, hafi átt rætur sínar að rekja til þess, að svarta brauðið þýzka og — bjórinn, hafi haft næringarlega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.