Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 42
40
ÚRVAL
þér er illa við börnin þín, skaltu
gefa þeim þetta ómeti.“ Heildar-
dómur á vörum verzlunarinnar var:
Fimmtíu prósent óæti.
Adelle Davis lærði fyrst um fjör-
efni, fyrir fimmtíu árum, á sumar-
námskeiði við háskólann í Wiscon-
sin. Seinna, við Purdue-háskólann
í Indiana, talaði hún svo mikið um
fjörefni, að skólafélagar hófu að
kalla hana Fjörefna-Davis. í dag er
hún helzti talsmaður „Heilbrigðra
fæðutegunda", félagi sem útvegar
verzlunum og vörumörkuðum heil-
næmar fæðutegundir fyrir 84 millj-
arða kr. á ári.
Hinar fjórar „sígildu" bækur
hennar, „Borðum rétt og verum
heilbrigð", „Matreiðum á réttan
hátt“, „Höldum heilsunni“ og
„Ölum heilbrigð börn“, hafa selzt í
meir en 9.5 milljón eintökum, bæði
innbundnar bækur og pappírskilj-
ur. Hún kemur nærri eins oft fram
í samtalsþáttum sjónvarpsins og
sjálfur Johnny Carson.
Ákveðinn morgunverðarkornmat-
ur, sem ber áritun hennar á um-
búðunum, er söluhæsta varan í
mörgum verzlunum, sem sérhæfa
sig í hollri fæðu og nokkrar hlið-
stæðar vörutegundir munu fljót-
lega koma á markaðinn. Ágóðinn
af þeim mun verða lagður í sjóð
til eflingar menntunar í næringar-
fræðum.
Á meðan vinsældir hennar hafa
rokið upp úr öllu valdi, hefur gagn
rýnin einnig vaxið að sama skapi
af hálfu Bræðrasambands lækna-
vísindanna. Meðlimir sambandsins
varpa fram óþægilegum spurning-
um um niðurstöður á rannsóknum
þeim, er hún kveðst hafa fram-
kvæmt og hafa áhyggjur af því, að
fylgjendur hennar muni hlaða á
sig allt of miklu af fjörefnum. Einn
hinna háskólamenntuðu gagnrýn-
enda hennar hefur þó látið hafa
eftir sér: „Hún hefur í raun vakið
athygli bandarísku þjóðarinnar á
næringarfræðum og mikilvægi fæð
unnar sem fólkið borðar."
FÓLKIÐ ER ÖRMAGNA
Eins og fegrunarsérfræðingurinn
Helena Rubinstein og vöðvafjallið
Charles Atlas er Adelle Davis lif-
andi auglýsing fyrir þær vörur,
sem hún mælir með. Hún er þrótt-
mikil og styrk, jafnvel kraftaleg,
kona á sjötugasta aldursári, með
fjörlegar hreyfingar og skipandi
rödd. Hún er sannfærandi og ákaf-
lega þrálát. „Rannsóknir á næring-
arfræðum eru sem ný lýsandi
stjarna frá Betlehem," hefur hún
skrifað, „og gefur vonir um, að
veikindi þurfi ekki að vera stöð-
ugur fylgifiskur lífsins." En það er
hið yfirnáttúrlega við næringuna,
en ekki rannsóknir á þeim, sem
hún brýnir fyrir fylgismönnum sín
um. „Allt, ekki aðeins heilsan, velt-
ur á réttri næringu.“ Hún hefur
lýst því yfir, í nýfluttum fyrir-
lestri, að þar sem rétt fæða sé val-
in, séu engir glæpir. Hún benti á,
að hin drápfýsna Manson-fjölskylda
í Suður-Kaliforníu, hafi að mestu
lifað á brjóstsykri. Hún telur ekki
ólíklegt, að sigur Þjóðverja yfir
Frökkum í seinni heimsstyrjöldinni,
hafi átt rætur sínar að rekja til
þess, að svarta brauðið þýzka og
— bjórinn, hafi haft næringarlega