Úrval - 01.12.1973, Page 92
90
ÚRVAL
minjasafn, að honum látnum og
Lady Bird brottfluttri.
HORFZT í AUGU VIÐ
STAÐREYNDIR
Sjúkur og hrjáður ól Johnson þá
von að komast á flokksþing demó-
krata á Miami Beach, þótt ekki
væri til annars en rísa úr sæti fyrir
lófaklappi fylgjenda sinna. En hann
fékk þau boð, að bezt væri fyrir
hann að komast heim.
Útnefningu McGoverns var hann
algjörlega mótfallinn, en hann
neitaði samt að tala opinberlega
gegn McGovern.
„Lyridon veit vel, að slík af-
staða mundi verka öfugt,“ sagði þá
einn vina hans. „Hans orð eru ekki
þung á metunum í flokknum fram-
ar og það er honum ljóst. En að
auglýsa það er aumkunarverð stað-
reynd fvrir mann, sem var forseti
Bandaríkjanna fvrir aðeins fjórum
árum. En það er staðreynd."
Segja mátti, að Johnson kæmi
síðast fram opinberlega, þegar hann
flutti sína áhrifamiklu ræðu á mann
réttindaráðstefnu í Lyndons-bóka-
safninu 12. desember 1972. Hanri
var þá svo þreyttur, að hann varð
að vera í rúminu tvo næstu daga.
Gegn andmælum konu sinnar og
vina var hann viðstaddur útför 14
ungmenna í Austin, sem höfðu lent
í bílslysi. „Þessir menn studdu mig,
þegar ég þurfti á að halda hér áð-
ur,“ sagði hann, „nú vil ég styðja
þá.“
Lady Bird tók eftir því, að hann
var óvenjulega rólegur á köldum
janúarmorgni, en ekkert sérstakt
virtist þó að. Hún ákvað því að
aka til Austin í verzlunarferð.
Síðdegis þennan dag, sem var 22.
janúar, ákváðu þjónarnir að kalla
hana upp í bílsímann.
Lady Bird kallaði þá til aðstoð-
ar Tom Johnson hjá sjónvarpsstöð-
inni.
,,Tom,“ sagði hún. „Við getum
raunar ekkert gert í þetta sinn.
Lyndon er dáinn.“
Leo Janos var einu sinni þjón-
ustuliði Lyndon Johnsons forseta.
En síðan 1968 hefur hann verið
fréttaritari Time, fyrst i Washing-
ton, þá í Houston og nú í Los An-
geles.
☆
Billi Graham trúboði segir þetta um hlutverk Guðs í íþrótta-
keppni:
„É'g geri ekki ráð fyrir, að það sé neitt rangt í því, þótt einhver
vilji þakka Guði, hver sigrar í keppni. En ég býst ekki við, að
liðið, sem hefur kristnustu keppendurna, sigri endilega. Fremur
en að fást við, hver sigri, geri ég ráð fyrir, að Guð kysi, að ein-
hverjir aðrir dagar yrðu valdir til keppni en sunnudagar.“