Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 100
98
ÚRVAL
hressilegasta stúlka, og síðan tók
við viðtal við aðsópsmikla stúlku,
sem var fréttaritari blaðsins „Even-
ing Standard11. Á eftir var okkur
þrem ásamt ljósmyndara vísað inn
í leigubíl, og Carmen sagði við
ökumanninn: „Áttatíu og fjögur,
Charing Cross Road.“
Mér fannst þetta naumast geta
verið raunveruleiki: að ég væri á
leiðinni til þessa heimilisfangs. Bók
mín „84, Charing Cross Road“, var
saga tuttugu ára bréfaskrifta minna
við Marks & Co., sem er bókaverzl-
un í London með þessu heimilis-
fangi, og sérstaklega við aðalmann-
inn þar, Frank Doel.
Alla mína ævi hafði mig langað
að koma til London. ’Ég sóttist eft-
ir að sjá enskar kvikmyndir ein-
vörðungu til að líta augum göt-
urnar og húsin. Þar sem ég góndi
á tjaldið í myrkrinu, hungraði mig
í að ganga eftir þessum götum. Eg
sagði við sjálfa mig, að þessi löng-
un væri eðlileg hjá rithöfundi og
bókaormi, sem talaði mál Shake-
spears. En stundum, þegar ég var
heima á kvöldin og las lýsingu af
London eftir Hazlitt eða Leigh
Hunt, þá lagði ég bókina snögg-
lega frá mér, altekin tilfinningu,
sem var engu líkari en heimþrá.
É'g þráði að líta London augum á
sama hátt og gamalt fólk sárþráir
að sjá heimahagana áður en dagar
þess eru allir.
Flestar þeirra bóka, sem ég pant-
aði bréflega frá Marks & Co., voru
sennilega fáanlegar í New York,
og árum saman ráðlögðu kunningj-
ar mínir mér að leita til bókabúða,
sem verzluðu með notaðar bækur.
En ég hafði ekki hlýtt þeim ráð-
um. Mig langaði að hafa eitthvert
samband við London, og það hafði
mér tekizt.
Og í meir en tvo áratugi höfð-
um við Frank Doel kynnzt hvort
öðru smátt og smátt með tilstiili
bréfaskrifta okkar. Einnig kynnt-
ist ég bráðlega Nóru, konu Franks,
og Sheilu dóttur þeirra. Ævinlega
þegar ég minntist á ferðalag til
London, bauðst Frank til að hýsa
mig. En svo gerðist það árið 1968,
að botnlanginn í honum sprakk, og
kostaði það hann lífið nokkrum
dögum síðar. Og ég ritaði bókina,
sem er ástæðan til þess, að ég er
hingað komin.
Bókabúðin Marks & Co. var nú
hætt störfum. Vegna ljósmyndar-
ans höfðu þeir hjá Deutsch fyllt
auðan búðargluggann af eintökum
af bókinni, en að öðru leyti sýnd-
ist allt autt og tómt. Við stigum
inn.
Stóru herbergin tvö voru auð.
Jafnvel þungar eikarhillurnar
höfðu verið losaðar af veggjunum
og lágu á gólfinu, rykugar og auð-
ar. ’Ég gekk upp stigann, og þar
voru herbergin líka tóm. Stafirnir
í glugganum, sem myndað höfðu
orðin Marks & Co. höfðu verið
rifnir af. Nokkrir þeirra lágu í
gluggakistunni og hvít málningin
flögnuð af þeim.
É'g gekk aftur niður brepin og
hugsaði til mannsins, nú í gröf-
inni, sem ég hafði haft bréfavið-
skipti við í svo mörg ár. Þegar ég
var hálfnuð niður, lagði ég hönd á
eikarhandriðið og sagði í hljóði við