Úrval - 01.12.1973, Page 100

Úrval - 01.12.1973, Page 100
98 ÚRVAL hressilegasta stúlka, og síðan tók við viðtal við aðsópsmikla stúlku, sem var fréttaritari blaðsins „Even- ing Standard11. Á eftir var okkur þrem ásamt ljósmyndara vísað inn í leigubíl, og Carmen sagði við ökumanninn: „Áttatíu og fjögur, Charing Cross Road.“ Mér fannst þetta naumast geta verið raunveruleiki: að ég væri á leiðinni til þessa heimilisfangs. Bók mín „84, Charing Cross Road“, var saga tuttugu ára bréfaskrifta minna við Marks & Co., sem er bókaverzl- un í London með þessu heimilis- fangi, og sérstaklega við aðalmann- inn þar, Frank Doel. Alla mína ævi hafði mig langað að koma til London. ’Ég sóttist eft- ir að sjá enskar kvikmyndir ein- vörðungu til að líta augum göt- urnar og húsin. Þar sem ég góndi á tjaldið í myrkrinu, hungraði mig í að ganga eftir þessum götum. Eg sagði við sjálfa mig, að þessi löng- un væri eðlileg hjá rithöfundi og bókaormi, sem talaði mál Shake- spears. En stundum, þegar ég var heima á kvöldin og las lýsingu af London eftir Hazlitt eða Leigh Hunt, þá lagði ég bókina snögg- lega frá mér, altekin tilfinningu, sem var engu líkari en heimþrá. É'g þráði að líta London augum á sama hátt og gamalt fólk sárþráir að sjá heimahagana áður en dagar þess eru allir. Flestar þeirra bóka, sem ég pant- aði bréflega frá Marks & Co., voru sennilega fáanlegar í New York, og árum saman ráðlögðu kunningj- ar mínir mér að leita til bókabúða, sem verzluðu með notaðar bækur. En ég hafði ekki hlýtt þeim ráð- um. Mig langaði að hafa eitthvert samband við London, og það hafði mér tekizt. Og í meir en tvo áratugi höfð- um við Frank Doel kynnzt hvort öðru smátt og smátt með tilstiili bréfaskrifta okkar. Einnig kynnt- ist ég bráðlega Nóru, konu Franks, og Sheilu dóttur þeirra. Ævinlega þegar ég minntist á ferðalag til London, bauðst Frank til að hýsa mig. En svo gerðist það árið 1968, að botnlanginn í honum sprakk, og kostaði það hann lífið nokkrum dögum síðar. Og ég ritaði bókina, sem er ástæðan til þess, að ég er hingað komin. Bókabúðin Marks & Co. var nú hætt störfum. Vegna ljósmyndar- ans höfðu þeir hjá Deutsch fyllt auðan búðargluggann af eintökum af bókinni, en að öðru leyti sýnd- ist allt autt og tómt. Við stigum inn. Stóru herbergin tvö voru auð. Jafnvel þungar eikarhillurnar höfðu verið losaðar af veggjunum og lágu á gólfinu, rykugar og auð- ar. ’Ég gekk upp stigann, og þar voru herbergin líka tóm. Stafirnir í glugganum, sem myndað höfðu orðin Marks & Co. höfðu verið rifnir af. Nokkrir þeirra lágu í gluggakistunni og hvít málningin flögnuð af þeim. É'g gekk aftur niður brepin og hugsaði til mannsins, nú í gröf- inni, sem ég hafði haft bréfavið- skipti við í svo mörg ár. Þegar ég var hálfnuð niður, lagði ég hönd á eikarhandriðið og sagði í hljóði við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.