Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 113
TVEIR HEIMAR - TVENNIR TÍMAR
111
Á fimmtán ára afmælinu mínu
sagði pabbi:
„Mundu það, barnið mitt, að
þurfir þú einhvern tíma á hjálp-
andi hönd að halda, þá er hún að-
eins á þínum eigin armi.“
Svo tók ég minn eigin arm ásamt
hendinni og lagði af stað að leita
gæfunnar. Leiksviðið var einmitt
„síðasti staðurinn", þar sem ég
bjóst við að finna hamingjudísina.
Gæfan var mín leiðarstjarna í
óskum mínum, en ekki meira.
Fyrsta tilraun mín til að skemmta
var í barnaheimili í almennings-
skóla á Manhattan. Það var ein-
mitt á Þorláksmessukvöld, að ég
flutti heim þessa fagnaðarfrétt:
„Mamma, ég á að vera síðasti
„sveinninn“ í jólagleði á morgun.“
„Ó, svei,“ andvarpaði mamma,
auðmjúk en þó þakklát.
Okkur mömmu dreymdi um mig
sem mikinn fiðlusnilling. Við sáum
mig í framtíðinni í Carnegie Hall-
tónlistarhöllinni sem björtustu
stjörnu kvöld eitt, frammi fyrir
3500 áheyrendum, sem samfögnuðu
„móður Levensons“.
En bræður mínir voru minna
hrifnir af mér. „Sammy hefur af-
bragðsminni," sögðu þeir, „hann
getur munað og gert sömu vitleys-
una aftur og aftur.“,
Þeir jöfnuðu mér við Heifetz og
sögðu: „Hann er nú ekki alveg eins
snjall og Heifetz, en samt má láta
hann leika á fiðlu.“
Og stæðu gestir of lengi við, þá
var venjan að segja: „Nú er bezt,
að Sammy taki fiðluna." En í hljóði
hvísluðu þeir: „Þá verða þeir ekki
lengi að hypja sig burtu.“
Eg var seinþroska í tónlistinni
eins og í öllum mínum greinum. í
menntaskólanum var ég samt svo
snjall á fiðlu, að ég gat unnið mér
inn aura með minni eigin dans-
hljómsveit, sinfóníu Sams Snass-
ers.
En um það leyti sem ég útskrif-
aðist hafði minnimáttarkenndin náð
tökum. Ég tók aldrei eftir breyt-
ingunni. Atvinnulausir tónlistar-
menn buðust til að gera mig að
fulltrúa fyrir ungan kennara.
Bráðlega skyldi ég, hvað var á
seyði hjá þeim. „Hvernig stafar þú
nafnið þitt, Levenson?" spurðu
þeir.
„Nafnið mitt er ekki Levenson,
heldur herra Levenson," sagði ég.
„Afsakið, herra Levenson, eruð
þér kvæntur eða hvað?“
Þeir, sem komu of seint, birtust
nú hver af öðrum. „Af hverju kem-
urðu of seint?“ spurði ég einn
þeirra. (Auðvitað spyrja aðeins ný-
græðingar þannig). „Ég er ekki of
seinn, klukkan er of fljót.“
„Hvað tafði þig?“
„Það var of seint, sem ég lagði
af stað, svo að það er allt í lagi,“
sagði hann.
„Af hverju fórstu þá ekki fyrr af
stað?“ spurði ég.
„Nú, auðvitað af því að það var
of seint að fara fyrr,“ sagði hann í
sama tón og áður.
É'g tók öllum slíkum vandamál-
um með þvílíku jafnaðargeði, að
skólastjórinn gerði mig að umsjón-
armanni. Og fyrsta alvörulotan
varð fyrsta daginn, sem ég var í
því embætti.
Ung stúlka sagði „vin sinn“ hafa