Úrval - 01.12.1973, Side 114
112
„lent í vanda“. Og þar eð hún var
mjög dularfull á svip lagði ég ekki
í þetta vandamál einn, heldur fékk
til liðs bekkjarumsjónarmann, sem
var líka ung stúlka.
Hún sendi eftir stelpunni og
spurði hana spjörunum úr. Hvort
hún væri . . .?
„Er það einhver af okkar drengj-
um?“
„Já, ungfrú.“
„Sagðir þú honum þínar ástæð-
ur, góða mín?“
„Já.“
„Og hvað sagði hann?“
Hann sagði:
„Fyrirgefðu“.
Ég var vanur að safna öllu gamni
saman við borðhald deildarinnar
og leika þar allt aftur, sem gerzt
hafði skemmtilegt í skólalífinu.
En aldrei flögraði að mér, að
nokkur mundi vilja borga peninga
fyrir „þess háttar grín“, fyrr en
krakkarnir í bekk í næsta skóla
buðu mér 5 dollara (rúmlega 400
krónur) fyrir að tala hjá þeim.
Eftir það fór ég „frá einni skóla-
skemmtun til annarrar". Og ein
veizlan varð mér raunverulega efni
í aðra skólaskemmtun. Þeim þótti
mest gaman að hlæja hver að öðr-
um.
Og einhvers staðar var sagt um
þetta: „Levenson er eini kynnirinn
hér, og allt hitt er gaman“.
Við annað tækifæri var ég beð-
inn að stjórna tveggja mínútna
þögn í virðingarskyni við varafor-
setann okkar, sem lézt um nóttina.
En hugsið ykkur, þetta varð alls-
herjar hlátur að Sam Levenson!
ÚRVAL
I skólaslitaveizlu einni fékk ég
eftirfarandi tilboð.
„Sam, við höfum stofnað hljóm-
sveit með öllum kennurunum. Og
við höfum pantað pláss á sumar-
skemmtistað. En okkur vantar
stjórnanda. Þetta er áskorun í al-
vöru. Hvað finnst þér?“
Ég féllst á tilboðið. Og skemmti-
kvöldið sjálft „fyllti ég út“ í hlé-
in með bröndurum, framan við
tjaldið. É'g hljóp fram og aftur, dró
tjaldið frá, stökk út lék á fiðlu og
sagði brandara, hvern af öðrum.
Næsta ár setti ég leikrit á svið.
Svona gekk þetta nokkur ár. Þá
óskaði skólanefndin eftir, að ég
færi í frí. Fjölskyldan var dolfall-
in. „Ertu að verða vitlaus, eða
hvað? Þú ert ekki búinn að ljúka
prófinu.“
„Já-nei, en ég ætla að freista
gæfunnar sem skemmtikraftur.“
„En hvað eigum við að segja
nágrönnunum? Sammy sé orðinn
trúður? Til hvers fórstu eiginlega
í skólann?"
Seinna skrifaði ég mína fyrstu
bók: „Allt, nema peninga".
Það tókst svo vel, að ég breytti
titli mínum á listanum á skemmti-
staðnum „Gulu riddurunum“ úr
grínleikara í kímnisagnahöfund og
fékk launahækkun. Ég hafði sett
fjölskylduna á oddinn.
Hún gat nú kinnroðalaust horft
framan í nágrannana og sagt:
„Sammy, já, hann er kímnisagna-
höfundur."
I viðbót við áminningu pabba
„Þurfir þú að fá hjálparhönd . . .“
sagði hann nú: „Viljir þú, að draum