Úrval - 01.12.1973, Qupperneq 126
124
ÚRVAL
vill hafa allan hagnaðinn, án þess
að hann fórni neinu fyrir.
„Ég þarf ekkert hjúskaparleyfi.
Hef ekkert með alla ykkar skrif-
finnsku að gera, alla þessa hræsni
óteljandi skrifstofublóka, svo að ég
geti lifað í úreltri sameiningu
stofnunar, sem hæfir ekki mann-
legum háttum.“ (og ,,hún“ sam-
þykkir).
„Nú, ef við giftumst ekki upp á
gamla móðinn. þá losnum við al-
veg við endurnýjun, endurmótun
og endurbyggingu á einhverju, sem
aldrei var, hvort sem er“. (Og kon-
an samþykkir enn, þegjandi).
Nýtízku giftingar eru eins og
vofuleikur þess, sem var, þar sem
allt gengur aftur á bak. Það líkist
því helzt, að fólkið feti aftur á bak
fram kirkjugólfið, í stað þess að
ganga upp að altarinu.
„Já, móðir mín, við erum sam-
an, þú vilt ekki, að við séum óheið-
arleg? Er það? Við elskum hvort
annað. Ef við elskum hvort annað
en skiljum, þá erum við óheiðar-
leg.
Við erum ekki reiðubúin til hjóna
bands. En við erum nógu broskuð
til að vera heiðarleg “
Foreldrar, sem ekki kunna að
sýna allan þennan heiðarleika
„heiðarlega", eiga um tvennt að
velja:
(1) Leika vel og missa börnin út
af heimilinu.
(2) Látast ekki og vera heiðar-
leg, en missa börnin samt út af
heimilinu.
Þau geta þá alltaf rætt sín mál í
tómu barnaherberginu:
„Heyrðu, elskan, hvernig er þetta
eiginlega? Þau eru farin, einhvern
veginn. Ef við verðum spurð, eig-
um við þá að segja, að bau séu
trúlofuð? Og hvernig þá?“
„Jú, þau lesa saman, alveg upp-
tekin fyrir prófið.“
„Það er ekki hægt að segja, að
þau séu trúlofuð. Það er löngu úr-
elt. En þau hafa samband. Hann
er rekkjufélagi. Við getum ekki
kallað hann tengdason, en það
mætti kannski í bili kalla hann
„tengdavin".
Með auðmýkt og ástúð bendir
móðirin á fornhelgar venjur, þegar
hún sér börnin sniðganga þær.
„Hvað um prestinn?11
„Já, en aðeins, ef hann er ekki
með neitt trúarrugi.“
„Og hring?"
„Þrælatákn, móðir mín.“
„Þú brýtur þó að minnsta kosti
glasið?"
„Með berum fæti, eða hvað?“
„Ætlið þið í brúðkaupsferð?"
„Já, til Rússlands.“
„Hvílík hugmynd. Þaðan flýði
hann afi þinn, þegar hann var á
þínum aldri.“
Siðirnir breytast í fleiri stofnun-
um en hjúskapnum. f leikhúsinu
var þetta áður orðin sígild regla
fyrir þríþáttunga:
1. þáttur: Hann vill. Hún vill
ekki.
2. þáttur: Hún vill. Hann vill
ekki.
3. þáttur: Þau eru loks sammála.
Tjaldið fellur, og áhorfendur halda
heimleiðis, ósköp kurteislega.
f nútímaleikriti vilja bæði hann
og hún, áður en leikurinn hefst. En
þau bíða, unz tjaldið er dregið frá,