Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 7
eyjum. Þeirra börn Ingveldur á Úlfsstöðum og Jón Brandsson
bóndi í Hallgeirsey, formaðurinn alkunni, sem týndist í fiskiróðri
frá Vestmannaeyjum á vertíð 1893 með allri áhöfn sinni. -
Guðrún yngri var tvígift. Fyrri maður hennar var Jón Jónsson
bóndi í Gunnarsholti. Þeirra börn voru meðal annarra: 1. Sesselja,
móðir Guðrúnar, konu Lárusar Pálssonar homöopata. 2. Guðríður
á Kornbrekkum, móðir Eyjólfs í Hvammi á Landi og Einars á
Bjólu, föður Óskars læknis. 3. Guðmundur á Kornbrekkum, mikil-
hæfur bóndi, en dó fyrir aldur fram, sbr. kvæði Matthíasar
Jochumssonar: „Komstu að Kornbrekkum?“ - Loks má geta þess,
að föðurbróðir Þorgils var Finnbogi ríki á Reynifelli, og er mikill
ættbogi frá honum kominn.
Kvonfang sótti Þorgils sér utan hrepps. Þuríður, kona hans,
var úr Fljótshlíð, en móðir hennar þó skaftfellsk að uppruna. Hét
hún Jórunn Ólafsdóttir og hafði borizt út í Rangárþing með for-
eldrum sínum, er þau hröktust undan Austaneldi, sem svo var
stundum kallaður sunnanlands eða öðru nafni Skaftáreldar 1783.
Þessi hrakningshjón, foreldrar Jórunnar, voru Ólafur Sveinsson
frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, af svo kallaðri Steinsmýrarætt,
og Þuríður Bjarnadóttir bónda á Syðri-Fljótum í Meðallandi
Snjólfssonar. Talið er, að hjón þessi hafi borizt áfram eitthvað
suður með sjó með börn sín, en eitt þeirra, Jórunn, ílentist í Rang-
árþingi, eins og áður var sagt. í munnmælum er talið, að hún
hafi verið barn að aldri, er foreldrar hennar lentu á hrakhólum, og
segir sagan, að hún hafi verið tekin í fóstur að Hlíðarenda og hafi
alizt þar upp. (Sumir segja reyndar að Breiðabólstað). En athuga-
semd verður að gera við þetta. Samkvæmt kirkjubókum hefur hún
verið 17-18 ára, þegar Skaftáreldar brunnu. Hvort hún hafi upp-
haflega staðnæmzt í Fljótshlíð, verður nú ekki séð, en fyrst sést
hennar getið í sálnaregistri á Rangárvöllum, og var hún lengst á
vist - vefari - hjá Stefáni Bjarnasyni á Árbæ. Hún giftist 21. febr.
1799 Páli Jónssyni bónda á Neðri-Þverá í Fljótshlíð. Er hún þá
34 ára og sögð „frá Árbæ í Keldnasókn". Sambúð þeirra varð
ekki löng, aðeins 10 ár, því að Jórunn dó 21. nóv. 1809 „á 45.
aldursári eftir þunga landfarsóttarlegu og sumpart melancoli“. Páll
hafði verið ekkjumaður (34 ára), er hann gekk að eiga Jórunni,
Goðasteinn
5