Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 78
fluttu þau að Tungu og sátu þá jörð þar til Guðrún andaðist árið
1899 sem fyrr segir.
Guðjón var því aðeins tveggja ára, þegar hann kom að Tungu
með foreldrum sínum, en samt mundi hann allt tíð til þeirrar
stundar, þegar hann fyrst kom þar inn í baðstofuna. Systkini
hans urðu alls 12 en tvö þeirra létust í æsku. Hópurinn var því
stór, sem fæða þurfti og klæða, en búið ekki stórt, sem björgina
gaf, því að jörðin er fremur lítil. Það lætur því að líkum, að
þröngt hefur stundum verið í búi á æsku- og uppvaxtarárum
Guðjóns, enda var það næsta algengt hlutskipti á þeim árum,
þegar færri úrkosta var völ til lífsbjargar en nú gerist. En þótt
ytri efni væru þröng, þá átti þetta heimili ærna fjársjóði í menn-
ingu og manndómi og þeim sálargáfum, sem hefja manninn yfir
ytri kjör og aldrei verða mældir við álnir eða krónur. Sá innri
auður er afl þeirra hluta, sem gjörðir eru öllum til gagns og góðs
og ávaxtast oftast betur og á heillaríkari hátt en „hinn þctti leir“,
sem einatt virðist meðfram ávaxta eigingirni þeirra, er hann hnoða,
og gleymsku til annars en sjálfs sín. Þetta átti eftir að sannast
í lífi sveinsins unga í Tungu. Vegarnestið að heiman brást hon-
um ekki, heldur varð undirstaða að gifturíku ævistarfi hans.
Snemma þótti bera á fróðleiksþorsta hans og menntaþrá og
næmið og skilninginn skorti ekki. Aðeins fimm ára að aldri hafði
hann náð þeim tókum á bókiestri, að hann var þá stundum lát-
inn lesa húslestur svo sem tíðkað var þá á hverju heimili. Hugur
hans mun og hafa staðið til náms og mennta, cn ekk’i voru að-
stæður til að þeir draumar gætu rætzt. Vinnan, erfiðið við orf og
ár, sem aflaði hins daglega brauðs, var fyrsta og æðsta boð-
orðið hjá efnalitlu fólki í þá daga, og þar varð annaðhvort að
duga eða leita á náðir sveitarinnar, sem ekki þótti fýsilegt á
þeim tímum. Heima var unnið og heima var numið hið holla og
nýta, þjálfaður hugur og höndin æfð. En aðeins hin örfleygu
æskuár. Strax um fermingaraldur var að heiman haldið til þess
að vinna fyrir sér, - en líka til þess að læra og mannast í allra
tíma grunnskóla, sjálfum lífsreynslunnar skóla. Þá fór Guðjón um
vetrartíma að Hellnahjáleigu í Flóa og vann þar við gripahirð-
ingu og fleiri sveitastörf, - og kynntist framandi fólki og fjar-
76
Goðasteinn