Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 74
Jón Jónsson frá Kársstöðum:
Netið
Þegar ég las í síðasta hefti Goðasteins (1. hefti 12. árg 1973)
frásögnina um kleinujárnið, rifjaðist upp fyrir mér nokkuð hlið-
stætt atvik frá æskuárum mínum.
Það mun hafa verið sumarið 1923 eða 24. Ég var þá á Kálfa-
felli í Fljótshverfi hjá systur minni Magneu og manni hennar
Helga Bergssyni. Þar var þá bróðir hans, Jón Bergsson, kaupa-
maður. Það var á áliðnu sumri, líklega seint í ágúst, því kvöldin
voru orðin dimm. Heyskapur var mikill á útengi um þessar mund-
ir og slegið víðsvegar inn um alla hciði. Þegar það gerðist, sem
nú skal greina, var verið við slátt í svonefndri Innri-Seltorfu.
Innan við hana fellur lítill lækur ofan úr Felli og vestur í Laxá.
Skilur hann Seltorfu og Iliugatorfu, sem sagt er að kennd sé við
Illuga prest hinn göldrótta. Það var farið að kólna í veðri og
þörf orðin fyrir hlýjan klæðnað. Kvöld eitt í rökkrinu, er tekið
var að búa sig undir næsta dag, tók Helgi fram mórauðan trefil,
sem hann átti, og hugðist nú nota næsta dag. Þessi trefill var
prjónaður með sérstöku lagi eins og net, enda voru slíkir treflar
og sjöl, sem nokkuð var um þar eystra, oft kölluð net. Þau voru
að ég held ævinlega með kögri. Þegar nú Hclgi var að ganga frá
treflinum, vakti Jón máls á því, hvað hefði gctað orðið af eins
trefli, sem hann hefði átt, en sem hefði horfið fyrir að mig rninnir
hann telja tveimur árum, án þess að nokkur vissi, hvað af þvf
hefði orðið. Féll svo niður talið um netið, og var gengið til náða.
Daginn eftir var sólskin og hiti. Unnið var við þurrhey innst á
Seltorfu. Norðan í henni er lágt rof efst í vanga gilsins, sem læk-
72
Goðasteinn