Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 91
Nokkuð útbreidd var sú trú, að ef tveir menn önduðust með
stuttu millibili í sömu kirkjusókn, væri sá þriðji feigur, og þótti
það ganga eftir.
Rúmmari
Tveir breiðir listar jafnlangir rúmstokknum eru festir við þver-
bita þannig, að þeir myndi H. Lengd þverbitans fer eftir vídd
rúmsins. Þessi grind er svo negld neðan á rúmstokkinn, tekur
jafnlangt fram utan og innan og myndar stall, sem rúmbotninn
hvílir á. Grind þessa heyrði ég alltaf kailaða rúmmara. Lausum
fjölum rúmbotnsins var raðað ofan á marann. Hentugra þótti að
hafa fjalirnar lausar, er þvegið var undir rúminu. Þá voru venju-
lega fastarúm í baðstofum. Á rúmbotninn var látið lag af þurru
heyi til mýktar og hlýinda. Yfir heyið var breidd gömul tekkju-
voð eða strigastykki, undir sængina. Skipt var urn hey, er þurfa
þótti, og var gamla heyið nefnt rúmaruddi eða hroði.
Ekki mun eins dæmi, að gripið væri til ruddans í harðindum,
og sannar það, að „flest er hey í harðindum“.
Að kreista kjúkur
Ef unglingi verður á að hlæja, þegar sízt skyldi, og reynir að
byrgja niðri hiáturinn en heyrast þó smáskríkjur og skrækir, cr það
kallað að kreista kjúkur.
Kjúka er lítill mjólkurostur ystur úr áfum. Draflinn var látinn
í grisju og kreist úr honum mysan eða hann var pressaðut undir
litlu fargi. Borðaður nýr ofan á brauði.
Þélkerald
ílát, sem skyr var hleypt í, heyrði ég alla nefna hleypiskerald
nema ömmu mína. Hún sagði alltaf þélkerald og skyrmysuna kall-
aði hún þélmysu.
Skjóða
Fleginn var bclgur af haustlambi eða kálfi, hárið rakað eða
rotað af. Síðan var hann troðinn upp með heyi, hengdur á nagla
í skemmuþilið til þerris og svo eltur, þangað til hann var lunga-
mjúkur og hvítur. Þar næst eru sniðnir af vankantar, botninn
Goðasteinn
89