Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 26

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 26
að þau fluttust að Króktúni, og yngsta barnið, Guðrúnu, tók hann til sín og ól upp til 9 ára aldurs, enda almælt, að hún væri dóttir hans. Vorið 1827 hóf Þorgils búskap á Rauðnefsstöðum, fyrst með móður sinni, áður en hann kvæntist, og bjó þar síðan til dauða- dags, í hálfa öld og ári betur. -Lengst af þeim tíma var eigandi og ábúandi Keldna Guðmundur Brynjólfsson hinn ríki, sem kall- aður var. Hann hafði áður búið í Árbæ á Rangárvöllum með fyrstu konu sinni, en að henni látinni gekk hann að eiga ekkjuna Guðrúnu fyrrnefnda, dóttur Páls á Kcldum, og varð hún mið- kona hans. Hún fékk mikinn arf eftir foreldra sína, og með þess- um ráðahag bættist Guðmundi mjög í búi. Hlaut hann nú Keldna- torfuna til umráða og fleiri jarðeignir og jók þar enn við síðar. Brynjúlfur frá Minna-Núpi segir svo frá (fsl. sagnaþættir II, bls. 28): „Blómgaðist nú hagur Guðmundar, og varð hann auðmaður. Þorgils á Rauðnefsstöðum mælti þá eitthvert sinn við hann: ,,Nú er þér ekki orðin vorkunn að gefa með henni Gunnu litlu, stjúpdóttur þinni.“ Þá svaraði Guðmundur fyrst í gamni: ,,Ég gef þér ekkert með henni. Konan mín segir, að þú eigir hana.“ Þó gaf hann Þorgilsi tftir hálft afgjald af Rauðnefsstöðum í meðlagsskyni um tvö ár- Síðan tók hann Guðrúnu að Keldum. Ólst hún þar upp og átti síðan Árna stjúpbróður sinn“ [á Reyni- felli]. - Var það hún, sem Brynjúlfur kallaði síðar „Guðrúnu fróðu á Reynifelli" og hafði að heimildarmanni um margt. Meðal kunnugra var það alla tíð haft fyrir satt, að Guðrún þessi, sem kölluð var Guðmundsdóttir, kona Árna á Reynifelli, hafi í raun réttri verið dóttir Þorgils. Má í því sambandi rifja upp litla frásögn, sem höfð er eftir Guðrúnu Jónasdóttur frá Reynifelli, nú á Selfossi, en hún er sonardóttir Guðrúnar gömlu og Árna. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og ömmu sinni á Reynifelli. Þegar hún var um 10 ára aldur, bar svo við, að drepið var á dyr á bænum. Telpan var send fram. Hún kom inn aftur og sagði: 24 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.