Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 26
að þau fluttust að Króktúni, og yngsta barnið, Guðrúnu, tók hann
til sín og ól upp til 9 ára aldurs, enda almælt, að hún væri dóttir
hans.
Vorið 1827 hóf Þorgils búskap á Rauðnefsstöðum, fyrst með
móður sinni, áður en hann kvæntist, og bjó þar síðan til dauða-
dags, í hálfa öld og ári betur. -Lengst af þeim tíma var eigandi
og ábúandi Keldna Guðmundur Brynjólfsson hinn ríki, sem kall-
aður var. Hann hafði áður búið í Árbæ á Rangárvöllum með
fyrstu konu sinni, en að henni látinni gekk hann að eiga ekkjuna
Guðrúnu fyrrnefnda, dóttur Páls á Kcldum, og varð hún mið-
kona hans. Hún fékk mikinn arf eftir foreldra sína, og með þess-
um ráðahag bættist Guðmundi mjög í búi. Hlaut hann nú Keldna-
torfuna til umráða og fleiri jarðeignir og jók þar enn við síðar.
Brynjúlfur frá Minna-Núpi segir svo frá (fsl. sagnaþættir II,
bls. 28):
„Blómgaðist nú hagur Guðmundar, og varð hann auðmaður.
Þorgils á Rauðnefsstöðum mælti þá eitthvert sinn við hann:
,,Nú er þér ekki orðin vorkunn að gefa með henni Gunnu litlu,
stjúpdóttur þinni.“
Þá svaraði Guðmundur fyrst í gamni:
,,Ég gef þér ekkert með henni. Konan mín segir, að þú eigir
hana.“
Þó gaf hann Þorgilsi tftir hálft afgjald af Rauðnefsstöðum í
meðlagsskyni um tvö ár- Síðan tók hann Guðrúnu að Keldum.
Ólst hún þar upp og átti síðan Árna stjúpbróður sinn“ [á Reyni-
felli]. - Var það hún, sem Brynjúlfur kallaði síðar „Guðrúnu
fróðu á Reynifelli" og hafði að heimildarmanni um margt.
Meðal kunnugra var það alla tíð haft fyrir satt, að Guðrún
þessi, sem kölluð var Guðmundsdóttir, kona Árna á Reynifelli,
hafi í raun réttri verið dóttir Þorgils. Má í því sambandi rifja
upp litla frásögn, sem höfð er eftir Guðrúnu Jónasdóttur frá
Reynifelli, nú á Selfossi, en hún er sonardóttir Guðrúnar gömlu
og Árna. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og ömmu sinni á
Reynifelli. Þegar hún var um 10 ára aldur, bar svo við, að drepið
var á dyr á bænum. Telpan var send fram. Hún kom inn aftur
og sagði:
24
Goðasteinn