Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 12
að skriftarnámi, en systurnar voru að stelast í að draga til stafs
eftir forskriftunum, og þótti slíkur hégómi óþarfur bændastúlkum,
enda pappír og ritföng af skornum skammti. Spil, sem þær systur
höfðu eignazt, klufu þær í sundur til að pára á.
Svo mikið orð fór af myndarskap og kunnáttu húsfreyjunnar
á Rauðnefsstöðum, að sumir mikilsháttar bændur komu dætrum
sínum þangað til náms í handavinnu. Ein þeirra stúlkna var
Jórunn, dóttir Sigurðar Magnússonar hins kunna stórbónda á
Skúmsstöðum í Landeyjum. Mun henni hafa fallið vistin vel, sem
marka má af því, að mörgum áratugum síðar, er hún var orðin
öldruð hefðarkona í Þorlákshöfn, komu tvær telpur af Rauðnefs-
staðakyni austan af Eyrarbakka þangað út cftir, og þegar Jórunn
húsfreyja fékk að vita um ætterni þeirra, tók hún þeim af mikilli
alúð, veitti þeim góðan beina, leiddi þær um hús sitt og sýndi
þeim í kistur sínar. Þessar telpur voru Pálína Pálsdóttur nú í
Hraungerði á Eyrarbakka og Súsanna Guðjónsdóttir frá Hólms-
bæ. Þær voru innan fermingaraldurs og áttu ekki von á slíku
dálæti. En þeim varð vel ljóst, að þarna nutu þær langömmu
sinnar, Þuríðar á Rauðnefsstöðum, því að Jórunn minntist hennar
og veru sinnar á því heimili mjög hlýjum orðum.
Önnur stúlka skal hér tilnefnd, sem var á Rauðnefsstöðum, en
það er Guðrún Jónsdóttir, sem þar var í mörg ár. Dóttir hennar
og Jóns Þórðarsonar alþingismanns í Eyvindarmúla var Elísabet,
kona Péturs Guðmundssonar kennara á Eyrarbakka. Hafði Elísa-
bet eftir móður sinni mörg lofsamleg ummæli um húsmóðurina á
Rauðnefsstöðum og heimilið í heild. Hún gat þess til dæmis um
gáfur og menntir Þuríðar, að hún hafi stundum á vökunni lesið
sögubækur á dönsku og þýtt jafnóðum fyrir fólkið eins hratt og
greiðlega og bækurnar væru á íslenzku. Þegar Guðrún var á
Rauðnefsstöðum, gaf Þuríður henni treyju, skreytta borðum, sem
hún hafði kniplað. Elísabet gerðir sér upphlutsbelti úr knipling-
unum og hafði miklar mætur á þessum minjagrip, sem var til
vitnis um handaverk Þuríðar.
Guðrún sú, er hér var nefnd, hefur lýst híbýlum á Rauðnefs-
stöðum svo ,,að baðstofa var á lofti og skipt í 3 herbergi, en þil
og hurðir voru í milli. í hinu fremsta sváfu hjónin, Þorgils bóndi
10
Goðasteinn