Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 53
líkur hávetrardegi en sumardegi, snjór var oft mikill á jörð og
orðið fóðurlítið fyrir skepnurnar. Milt veður var oft á sumar-
daginn fyrsta, þó snjómikið væri, og bar oft við, að heyrðist til
lóunnar í fyrsta sinni, og við það að heyra hana syngja sinn
hljómskæra loftsöng glæddist vonin hjá mönnum um að tíð færi
að batna.
Á uppstigningardag og hvítasunnu var höfð matartilbreyting,
veitt hangið kjöt. Þá stóð vanalega yfir sauðburður, og menn voru
önnum kafnir við fjárgæzlu. Næstu tilhaldsdagar voru fráfæru-
dagurinn og töðugjaldadagurinn. Líka var matartilbreyting höfð á
afmælisdögum barna. Smalar, sem gættu ánna á sumrum, var
álitið að ættu heimtingu á að fá Mikaelsmessumjólk 29. september.
BRÚÐKAUPSVEIZLUR
Þær persónur, sem gengu í hjónaband, álitu það skyldu sína að
halda stórveizlur, og tóku fátæklingar það nærri sér. Eftir að
prestur hafði auglýst við messu í þrjá sunnudaga, að þessar per
sónur ætluðu að giftast, var farið að búa undir brúðkaupsveizluna.
Umsjónarmaður og umsjónarkona voru fengin, maðurinn átti að
sjá um ölföngin en konan um matreiðslu og að bera á borð fyrir
veizlugesti. Þeir nánustu brúðhjónanna fylgdu þeirn til kirkju.
Þegar hjónavígslan fór fram, á undan vígslu, var sunginn sálm-
urinn: „Heimili vort og húsin með“. Þegar komið var heim á
bæinn, var meirihluti af veizlugestum kominn og voru svo að smá-
tínast, unz allir voru komnir. Fyrst var mönnum veitt kaffi og
margskonar góðgæti af brauði, svo sem hagldabrauði, pönnukök-
um, tvíbökum o. s. frv. Svo leið tími þar til mönnum var tii-
kynnt að setjast til borðs, oftast í þremur stöðum, stofu, skemmu
og baðstofu. Sunginn var borðsálmur og svo bauð frammistöðu-
eða umsjónarmaður boðsgestina velkomna í nafni brúðhjónanna.
Áður en staðið var upp frá borðum, kom frammistöðumaðurinn
með vínflösku og gaf hverjum staup, sem hafa vildi. Að máltið
lokinni var sunginn sálmur. Eftir að staðið var upp frá borðum,
skemmtu menn sér með söng og skemmtilegu tali, og líka tóku
ungir menn sig saman og höfðu glímur. Stundum kom það fyrir,
Goðasteinn
51