Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 53

Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 53
líkur hávetrardegi en sumardegi, snjór var oft mikill á jörð og orðið fóðurlítið fyrir skepnurnar. Milt veður var oft á sumar- daginn fyrsta, þó snjómikið væri, og bar oft við, að heyrðist til lóunnar í fyrsta sinni, og við það að heyra hana syngja sinn hljómskæra loftsöng glæddist vonin hjá mönnum um að tíð færi að batna. Á uppstigningardag og hvítasunnu var höfð matartilbreyting, veitt hangið kjöt. Þá stóð vanalega yfir sauðburður, og menn voru önnum kafnir við fjárgæzlu. Næstu tilhaldsdagar voru fráfæru- dagurinn og töðugjaldadagurinn. Líka var matartilbreyting höfð á afmælisdögum barna. Smalar, sem gættu ánna á sumrum, var álitið að ættu heimtingu á að fá Mikaelsmessumjólk 29. september. BRÚÐKAUPSVEIZLUR Þær persónur, sem gengu í hjónaband, álitu það skyldu sína að halda stórveizlur, og tóku fátæklingar það nærri sér. Eftir að prestur hafði auglýst við messu í þrjá sunnudaga, að þessar per sónur ætluðu að giftast, var farið að búa undir brúðkaupsveizluna. Umsjónarmaður og umsjónarkona voru fengin, maðurinn átti að sjá um ölföngin en konan um matreiðslu og að bera á borð fyrir veizlugesti. Þeir nánustu brúðhjónanna fylgdu þeirn til kirkju. Þegar hjónavígslan fór fram, á undan vígslu, var sunginn sálm- urinn: „Heimili vort og húsin með“. Þegar komið var heim á bæinn, var meirihluti af veizlugestum kominn og voru svo að smá- tínast, unz allir voru komnir. Fyrst var mönnum veitt kaffi og margskonar góðgæti af brauði, svo sem hagldabrauði, pönnukök- um, tvíbökum o. s. frv. Svo leið tími þar til mönnum var tii- kynnt að setjast til borðs, oftast í þremur stöðum, stofu, skemmu og baðstofu. Sunginn var borðsálmur og svo bauð frammistöðu- eða umsjónarmaður boðsgestina velkomna í nafni brúðhjónanna. Áður en staðið var upp frá borðum, kom frammistöðumaðurinn með vínflösku og gaf hverjum staup, sem hafa vildi. Að máltið lokinni var sunginn sálmur. Eftir að staðið var upp frá borðum, skemmtu menn sér með söng og skemmtilegu tali, og líka tóku ungir menn sig saman og höfðu glímur. Stundum kom það fyrir, Goðasteinn 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.