Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 48
Mestalla töðu báru menn heim á bakinu, þó var hesti stundum
brugðið fyrir og bundnir á hann baggar, þar sem ekki var mjög
þýft.
Að lokinni töðuhirðing voru töðugjöld goldin; höfð tilbreyting
í mat. Eins var hjá sumum goldinn slagur, sem kallað var, þegar
heyskap var lokið; höfð matartilbreyting.
TEIGASLÆTTIR
Það tíðkaðist í Hjaltastaðaþinghá, þegar bændur þurftu að
jafna viðskiptahalla sín í millum, þá sló sá, sem skuldaði öðrum,
í túni hans, annaðhvort óákveðna spildu á stærð eða útmældan
teig, sem var því sem næst að ummáli einsog ekra í Ameríku.
Oftast vörðu menn hálfum laugardegi eða seinni hluta sunnudags
til að slá teigina, og þá var slegið af kappi og líka veittur ríflega
matur og drykkur af þeim, sem unnið var fyrir. Mönnum var
líka gætt á víni, ef það var fyrir hendi.
Ef hevskapartíð var góð, var heyönnum lokið, þegar tuttugu og
tvær vikur voru af sumri. Menn voru oft að ljúka seinustu hey-
verkum, þegar afréttargöngur byrjuðu.
HAUSTVINNA
AFRÉTTARGÖNGUR OG HEIMAVERK
Til þess að ná sauðfé af afréttum voru gjörðar þrjár fjallgöngur.
Sú fyrsta var gjörð mánudaginn í tuttugustu og annari viku sum-
ars. Hreppstjóri sendi umburðarbréf, sem kallaðist gönguseðill,
um sveitina. Þar í var bændum tiikynnt hverjir ættu að vera
gangnaforingjar og hvert á afréttir bændur skyldu senda menn til
gangna. Þessar voru afréttirnar: Ósfjall, Hrafnabjargarfjall, Sand-
brekkuafrétt, Kirkjutungur og Hraundalur og Háisar.
Menn lögðu af stað til gangna árla morguns, vel útbúnir að
skóm, með fjárhunda sína, því það var áríðandi að hafa góða
hunda í slíkum göngum. Nesti höfðu menn ekki, því heim til
byggða gátu menn komizt með féð að kveldi. Þegar komið var
upp á neðstu afréttarbrún, skipti foringi mönnum. Hann gekk
sjálfur efstur, hélt áleiðis upp til jökla; þurfti þangað að hraða
göngunni sem mest, og svo áfram í áttina, sem göngunni var
46
Goðasteinn