Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 48

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 48
Mestalla töðu báru menn heim á bakinu, þó var hesti stundum brugðið fyrir og bundnir á hann baggar, þar sem ekki var mjög þýft. Að lokinni töðuhirðing voru töðugjöld goldin; höfð tilbreyting í mat. Eins var hjá sumum goldinn slagur, sem kallað var, þegar heyskap var lokið; höfð matartilbreyting. TEIGASLÆTTIR Það tíðkaðist í Hjaltastaðaþinghá, þegar bændur þurftu að jafna viðskiptahalla sín í millum, þá sló sá, sem skuldaði öðrum, í túni hans, annaðhvort óákveðna spildu á stærð eða útmældan teig, sem var því sem næst að ummáli einsog ekra í Ameríku. Oftast vörðu menn hálfum laugardegi eða seinni hluta sunnudags til að slá teigina, og þá var slegið af kappi og líka veittur ríflega matur og drykkur af þeim, sem unnið var fyrir. Mönnum var líka gætt á víni, ef það var fyrir hendi. Ef hevskapartíð var góð, var heyönnum lokið, þegar tuttugu og tvær vikur voru af sumri. Menn voru oft að ljúka seinustu hey- verkum, þegar afréttargöngur byrjuðu. HAUSTVINNA AFRÉTTARGÖNGUR OG HEIMAVERK Til þess að ná sauðfé af afréttum voru gjörðar þrjár fjallgöngur. Sú fyrsta var gjörð mánudaginn í tuttugustu og annari viku sum- ars. Hreppstjóri sendi umburðarbréf, sem kallaðist gönguseðill, um sveitina. Þar í var bændum tiikynnt hverjir ættu að vera gangnaforingjar og hvert á afréttir bændur skyldu senda menn til gangna. Þessar voru afréttirnar: Ósfjall, Hrafnabjargarfjall, Sand- brekkuafrétt, Kirkjutungur og Hraundalur og Háisar. Menn lögðu af stað til gangna árla morguns, vel útbúnir að skóm, með fjárhunda sína, því það var áríðandi að hafa góða hunda í slíkum göngum. Nesti höfðu menn ekki, því heim til byggða gátu menn komizt með féð að kveldi. Þegar komið var upp á neðstu afréttarbrún, skipti foringi mönnum. Hann gekk sjálfur efstur, hélt áleiðis upp til jökla; þurfti þangað að hraða göngunni sem mest, og svo áfram í áttina, sem göngunni var 46 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.