Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 80
hann væri jafnvígur á tré og járn. Stundaði hann allmikið húsa-
smíðar og vann þá löngum með Guðmundi Þórðarsyni, húsasmíða-
meistara frá Lambalæk. Guðjón var mjög framfarasinnaður mað-
ur og beitti sér fyrir ýmsum framkvæmdum innan sveitarinnar.
Má þar nefna sameiginlega girðingu ofan við tún flestra jarða í
hreppnum, en það verk mun hafa verið unnið árin 1906-1907 og
var Guðjón verkstjóri við þá framkvæmd. Þá hafði Guðjón for-
göngu um byggingu skilaréttar árið 1926. Var réttin bvggð úr
stcinsteypu og stendur cnn. Var Guðjón yfirsmiður við það verk.
Guðjón var einn af stofnendum rjómabús, sem starfrækt var við
Grjótá og mörg voru þau mál og framkvæmdir, sem hann vann
að á langri ævi.
Snemma í maí árið 1912 gengu miklir jarðskjálftar yfir Árnes-
og Rangárvallasýslur. Hrundu þá víða bæir til grunna og fór svo
um bæinn í Tungu, sem þá stóð fremst í túninu niður við gilið.
Á sömu leið hafði einnig farið í landskjálftum árið 1896, en fjár-
hús, sem voru uppi á túninu stóðu óskemmd. Af því dró Guðjón
þá ályktun að minni jarðskjálftahætta væri þar efra og réðist því
í það stórvirki að færa bæinn, hlöðu, fjós og önnur útihús upp
á túnið, nálægt því sem bærinn stendur nú. Þetta var mikið átak
fyrir einvrkja bónda, því auk þess að færa öll hús, varð hann að
leggja veg upp að hinu nýja bæjarstæði svo að þangað væri fært
með hestvagn, sem notaður var við allan flutning bæði á bús-
hlutum og byggingarefni, þ. á m. grjóti, sem þá var notað í öll
útihús. Þessi hestvagn mun hafa verið einn af þeim fyrstu, sem
kom hér í sveitina. Það var sérstakt við þennan nýja bæ, sem
byggður var áður en vatnsleiðslurör komu til sögunnar, að Guð-
jóni hugkvæmdist að byggja holræsi, sem gert var yfir með hell-
um og leiða þannig vatnið inn í eldhús og svo áfram út undir
bæjardyr og fram á tún, sem hann ræktaði suður og suðvestur af
bænum, þar sem áður var óræktarmói.
Guðjón var alla tíð ótrauður jarðabótamaður, enda varð hon-
um vel ágengt í því að bæta og fegra jörð sína. Á þeim árum,
sem bærinn var fluttur og lengi síðan, voru þó ekki önnur áhöld
til jarðabóta en undirskeri, skófla og kvísl, svo að mikla ástund-
un þurfti ti! ef eitthvað átti að vinnast. Það má og nefna til marks
78
Goðasteinn