Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 32
af orðametnaði nokkrum í haustréttum eitthvað við þá á Rangár-
völlum. Orti hann þá um það þessa vísu:
Rangárvalla vondu fól
vítis-kallinn taki,
dreymir valla dag né sól
drauga’ að fjallabaki.
Þegar Þorgils á Rauðnefsstöðum heyrði vísuna, - hann var
einn af Rangvellingum - sagði hann, - og gnísti tönnum, - að
þetta væri „mátulegt handa þeim, helvítunum þeim arna“.“
-o-o-
Þegar Þorsteinn Erlingsson var kominn í skóla, vildi svo til
vor eitt á lestum, að þeir Þorgiis og Þorsteinn hittust á förnum
vegi. Var Þorsteinn að koma heim úr skóla eftir veturinn, en
Þorgils á leið í kaupstað. Þeir fóru báðir af baki, og samtalið
hófst á því, að Þorgils sagði:
„Er nú ekki komin kaupstaðarlykt af þér, helvízkur?“
Þorsteinn lét ekki standa á svarinu:
„Það fer nú eftir því, hvað þið eruð lyktnæmir, sveitahund-
arnir.“
-o-o-
Á Rauðnefsstöðum var heimilisföst kerling ein, sem kölluð
var Gunna gamla. Einhvern tíma vildi svo til, að hún hnerraði,
og bað þá Þorgils fyrir henni með þessum orðum:
„Andskotinn geri þig útlæga fyrir endilöngu Helvíti.“
Þá segir kella:
„Ja, farðu nú bölvaður, Þorgils, og skal ég ekki segja það oft.
Aldrei hefur þú óskað mér svona ills.“*)
-o-o-
Einhverju sinni var Þorgils á ferð niðri í Landeyjum og kom
á bæ, þar sem bjó ríkisbóndi, en nízkur. - Bóndi vissi, að Þor-
gilsi þótti gott í staupinu og kom með axlafulla brennivínsflösku
og staup. En nú brá svo við, að Þorgils hafnaði drykknum og
sagðist vera hættur.
*) Árni Böðvarsson cand. mag. segir þessa sögu lítið eitt öðru vísi í Þjóð-
viljanum 12. des. 1959.
30
Goðasteinn