Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 8

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 8
og að henni látinni kvæntist hann í þriðja sinn. Hann var Fljóts- hlíðingur að uppruna. Jórunni og Páli varð sex barna auðið, en flest dóu ung. Þuríður var fyrsta barn þeirra. Hún fæddist á Neðri-Þverá 15. nóv. 1800. Barnsskónum sleit hún á Þverá hjá foreldrum sínum, og frá þeim árum er til sú sögusögn, að hún hafi eitt sinn komið með öðrum út í fjós. Hún hafði heyrt þá þjóðtrú, að ef komið væri í fjós, þar sem væru 6 kýr, grár tuddi á yzta básnum, og allt lægi á sömu hlið, þá væri óskastund. Þuríður litla óskaði sér og sagði: ,,Ég vildi ég gæti orðið ellistoðin hans föður míns“. Henni varð að ósk sinni, því að síðustu æviár sín var Páll gamli hjá dóttur sinni á Rauðnefsstöðum og dó þar ,,af elliburðum“, 79 ára, 7. ágúst 1843. Eftir að Þuríður missti móður sína, ólst hún að einhverju leyti upp hjá sýslumannshjónunum Vigfúsi Thorarensen og Steinunni Bjarnadóttur á Hlíðarenda. En um tvítugsaldur fór hún sem vinnukona til dóttur þeirra hjóna, Kristínar, og manns hennar séra Jóns Halldórssonar á Barkarstöðum. Þar var hún í 10 ár, þangað til hún giftist. Á þessum góðu heimilum nam hún, auk algengrar tóvinnu og sauma, allar þær hannyrðir, sem beztar þekktust á þeirri tíð, svo sem að baldýra, knipla, skattera, sauma krosssaum, vefa salún og glit, flos og spjaldvefnað, enda sýndi sig, að hún var hög á hendur og námfús. Þuríður hefur því hlotið betra upp- eldi en títt var um bændadætur á þeim tíma, eins og síðar kom fram, er hún var sjálf orðin húsmóðir. Þuríður var tæplega þrítug, þegar hún giftist Þorgilsi. Hann var 31 árs. Þau voru gefin saman af séra Jóni Halldórssyni í Eyvind- armúlakirkju 8. okt. 1830. Svaramaður brúðgumans var séra Sig- urður Thorarensen á Stórólfshvoli, en brúðarinnar signor Berg- steinn Guttormsson hreppstjóri á Hlíðarenda. Hjúskaparskilmálar: „Helmingafélag. Morgungjöf 52 specíur með þeim skilmála, að þær falli aftur til mannsins, ef konan deyr barnlaus á undan honum.“ Að venju mun hafa verið haldin brúðkaupsveizla- í Sunnanfara 1914 (XIII. árg., bls. 64) er þessi kveðskapur: „Veizluvísa Benedikts Erlingssonar í Fljótsdal, er drukknaði 6 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.