Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 65

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 65
hefði verið valdur að dauða beggja feðganna. Um kveldið, þegar Hálfdán varð úti um nóttina, þóttist fólk á Víðastöðum sjá snjó kastað á gluggana og áleit það ónáttúrlegt og mundi hafa verið í sambandi við afgang Hálfdáns. Sumt af eldra fólki hafði sögur að segja af ýmsum mönnum, scm það mundi eftir og haidið var að hefðu kunnað galdur, svo scm voru Guðmundur í Húsey, sem ég hefi áður nefnt, og Gutt- ormur í Fagradal, Guðmundssonar prests í Hofteigi og Elísabetar dóttur Jens Wiums sýslumanns. Kona Guttorms var Guðrún dóttir Einars prests á Skinnastað, Jónssonar prests sama staðar, er kall- aður var greipaglennir, Einarssonar prests sama staðar, Nikulás- sonar. Þeir Skinnastaðafeðgar voru galdramenn og þau hjón bæði, Guttormur og Guðrún, og þótti hún þó magnaðri. Eitt sinn komu þau að Dölum í Hjaltastaðaþinghá. Þar bjó þá Kolbeinn Guð- mundsson, bróðir Jóns á Víðastöðum afa míns. Þau Guttormur og Guðrún beiddust gistingar, og var það nú velkomið. Um kveld- ið sinnaðist Guðrúnu eitthvað við Kolbein. Um nóttina varð Kol- beinn þess var, að Guðrún sté úr rúmi og fór ofan undir pali. Kolbeinn fór á eftir henni og kom þá að því, að kerling var setzt undir beztu kúna og farin að mæla fram særingarþulur. Áleit Kolbeinn að hún mundi ætla að bana kúnni og rak hana burt með harðri hendi. Bróðir Guttorms var Erlendur prestur í Hofteigi, faðir síra Guðmundar á Klippstað og Ólafs hins holdsveika, hagyrðings. Þessa vísu kvað Guttormur um síra Guðmund bróður sinn: Starkaður mesti Stórvirksson strákur versti á ginarkvon níðinsverk þrjú vann, sem skriftin skýra kann. Skömm er að vera verri en hann. Sonur Guttorms og Guðrúnar var Guttormur, sem bjó í Klúku í Fljótsdal. Kona hans var Þorbjörg Þorsteinsdóttir bónda á Mel- um í Fljótsdal, og var sá Þorsteinn í beinan karllegg kominn frá Þorsteini jökli, sem bjó á Brú á Jökuldal, þegar plágan seinni gekk 1495. Goðasteinn 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.