Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 10
nokkrir af þessari hatrömmu veiki þar eystra á Rangárvöllum, en
lifðu af. Þeirra á meðal var Helga Brynjólfsdóttir, en ekki var
hún bráðfeig, því að hún hefur náð hæstum aldri allra íslend-
inga, sem vitað er um með fullri vissu, var IO6V2 árs, er hún
lézt í Hafnarfirði 2. des. 1953. - Þó að hjónin, Þuríður og Páll,
yrðu ekki langlíf, hafa þau orðið kynsæl. Má af niðjum þeirra
nefna Ægisíðumenn, Hurðarbaksætt, Kambverja, Kjaransfólkið og
7 Sigríðar Theodórur.
3. Árni, fæddur 24. okt. 1833. Hann var ungur, 16 ára, er
hann tók að fara í útver til róðra, en dó hálfþrítugur á vertíð 7.
apríl 1859 í Kirkjuvogi í Höfnum „úr yfirgangandi landfarsótt
eftir 5 vikna þunga legu“.
4. Vigfús, fæddur 9. nóv. 1834, dáinn 17. des. sama ár. „Barna-
veiki“.
5. Ingveldur, fædd 23. marz 1836 (skírð 24. marz). Um tvítugs-
aldur barst hún austur á Fljótsdalshérað. Tildrög þess voru þau,
að séra Jakob Benediktsson á Hjaltastað gekk að eiga Sigríði,
dóttur prestshjónanna á Barkarstöðum, sem Þuríður, móðir Ing-
veldar, hafði verið hjá, og nú var Ingveldur fengin til að fara
austur með nýgiftu prestshjónunum sem þjónustustúlka. Þar eystra
kynntist hún manni sínum, sem varð, Halldóri snikkara Guð-
mundssyni. Hann var fæddur í Dölum í Mjóafirði 2. okt. 1828.
Þau voru gefin saman 25. júlí 1862. Þau bjuggu eystra fáein ár,
fyrst í Húsavík og svo á Hólalandi í Desjamýrarsókn, en tóku
sig upp 1867 og fluttust suður á æskustöðvar Ingveldar, voru eitt
ár hjá foreldrum hennar á Rauðnefsstöðum, bjuggu síðan á Bakka-
velli í Hvolhreppi og loks í Háakoti í Fljótshlíð. Þau höfðu lítið
bú, enda stundaði Halldór iðn sína, en hann dó 19. ágúst 1881.
Ingveldur hélt áfram búskap í Háakoti í nokkur ár, eftir að hún
varð ekkja, og kom upp 5 börnum við lítil efni, en án sveitar-
styrks. Tvö börn þeirra höfðu dáið í bernsku. Ingveldur dó á
Eyrarbakka 18. apríl 1916. - Af hennar afkomendum má nefna
Pálínu Pálsdóttur í Hraungerði á Eyrarbakka, Guðlaug Pálsson
kaupmann einnig á Bakkanum og Kristínu Vigfúsdóttur á Öldu-
götu 44 í Reykjavík.
6. Guðríður, fædd 30. sept. 1838. Hún ólst að nokkru leyti upp
8
Goðasteinn