Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 9
í Laufavatni á Laufaleitum 21. ág. 1838 um brúðkaup Þorgils
Jónssonar á Rauðnefsstöðum:
Vaknar harkið veizlunnar,
verður slark í tröðum,
Þorgils markið Þuríðar
þekkir á Barkarstöðum.“
Börn þeirra bjóna.
Ekki kom til þess, að framfylgja þyrfti áður nefndum skil-
mála um morgungjöfina, því að Rauðnefsstaðahjónin eignuðust
alls 10 börn, og voru þau þessi:
1. Jórunn, fædd 11. okt. 1831, giftist 13. nóv. 1851 Ólafi Jóns-
syni bónda á Snotru í Landeyjum. Þau skildu eftir fáein ár. Er
Jórunn komin aftur heim að Rauðnefsstöðum 1854 með tveggja
ára son, en skilnaðarúrskurður útgefinn 30. jan. 1858. Sonur
þeirra var Guðjón bókhaldari í Hólmsbæ á Eyrarbakka. Jórunn
var á Rauðnefsstöðum, þangað til hún giftist aftur 4. jan. 1864
Sigurði Arnbjörnssyni bónda á Kirkjulæk í Fljótshlíð. Þau bjuggu
síðar í Vælugerði í Flóa og eignuðust 5 börn. Dóttir þeirra,
Guðríður, giftist Guðmundi Einarssyni á Merkinesi í Höfnum.
Hin börnin fjögur dóu ýmist í bernsku eða á blómaskeiði. Jórunn
andaðist á Eyrarbakka 17. sept. 1915. - Næstu afkomendur
hennar eru Hólmsbæjarsystkinin og börn Guðríðar og Guðmund-
ar frá Merkinesi.
2. Þuríður, fædd 7. sept. 1832, giftist 20. okt. 1857 Páli, syni
Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum. Páll bjó á Stokkalæk,
Þingskálum og síðast á Selalæk. Hann var hreppstjóri á Rangár-
völlum, en hjónin urðu skammlíf, dóu bæði úr taugaveiki, sem
kom upp á bænum. Hún dó 3. des. 1869, hann 16. jan. 1870.
Auk hjónanna dóu úr þessum faraldri dóttir þeirra, Þuríður, á
3ja ári (d. 14. nóv. 1869), Guðríður, systir konunnar (d. 5. jan.
1870) og Jórunn Gísladóttir Einarsen (d. 18. des. 1869), systir
séra ísleifs Gíslasonar. Eftir urðu 5 börn munaðarlaus, en frænd-
fólk og vinir tóku þau í fóstur. Tvær dætur voru teknar að Rauð-
nefsstöðum, Guðrún og Ingibjörg. - Auk þeirra, sem dóu, sýktust
Goðasteinn
1