Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 90
i
sem dvalið hafa sumarlangt á fjalli, furðuslóðum gamalla og nýrra
ævintýra. Og þessar kindur eru svo spakar, að þær stökkva aldrei
yfir réttarvegg og ráðast ekki á smalann, sem gætir dyra, þó
hann sé bara lítill tréstrákur.
Og svo komu önnur lömb tii sögunnar. Algengt var, að dálítið
stálpuð börn fengu að eigna sér lamb og glöddust innilega yfir
því. Allt sumarið hélt vonin vöku sinni í huga þeirra, að heimta
lambið sitt heim úr réttunum að haustnóttum.
„Sér eignar smalamaður féð, þó enga eigi hann kindina", er
gamall málsháttur. Mála sannast er það, að góður smali annaðist
hjörðina eins og hann ætti ailan hópinn. Annað mál er svo það,
að margur smalinn var ekki hár í loftinu, þegar hann eignaðist
sína fyrstu kind að launum fyrir dugnað og trúmennsku, og hét
því þá með sjálfum sér að reynast verður þess trausts, sem var til
hans borið.
Fram um 1920 mun víða hafa verið fært frá í Landeyjum.
Sauðamjólkin var mikið og gott búsílag. Lömbum var komið á
bctra haglendi en kostur var á í þeirra heimahögum á þeim árum,
hjá bændum á fjalljörðum og rekið á sömu slóðir árum saman.
Gagnkvæm vinátta skapaðist með fólki fyrir þau samskipti og
entist ævilangt.
Nábrenna
Þegar sjúklingur andaðist í heimahúsum og búið var að veita
honum síðustu þjónustu, var allt lauslegt og veikt ásamt heyinu
(hroðanum) tekið úr rúmstæðinu og farið með það á afvikinn
stað og því brennt. Þessi brenna var köliuð nábrenna og reykur,
sem af bálinu lagði, náreykur. Lcgði reykinn með jörðu, sagði
hjátrúarfullt fólk, að það boðaði dauðsfall, áður en kirkjuárið
væri liðið.*) Ekki get ég þrætt fyrir, að ég á barnsaldri bæri
nokkra virðingu fyrir þessum vísdómi eldra fólksins og hefði af
þessu nokkurn ósjálfráðan geig, en þegar mér óx fiskur um
hrygg, taldi ég, að finna mætti eðlilegar orsakir fyrir háttalagi
reykjarins.
*) Ef reykinn lagði heim á bæin'n, var einhver feigur þar. - Þ. T.
88
Goðastebm