Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 71
hver móða grúfði yfir litlu sveitinni í Loðmundarfirði. Ég var þá
ársmaður á Úlfsstöðum hjá herra Birni Halldórssyni. Á mánudags-
morguninn var ég fyrstur manna á ferli, og fór að gefa kúnum
og hreinsa fjósið. Fór ég þá að heyra voðaleg umbrot og dynki í
vestrinu. Sem líkust voru þessi læti mestu þrumum í Ameríku.
Afarhátt fell er upp frá Úlfsstöðum, sem heitir Kallfell. Ósköpin
heyrðust ekki vera lengra burtu en í fellinu. Nú var elcki nóg
með það: í staðinn fyrir, sem það átti að birta mcð deginum,
tók að dimma og myrkrið varð svo svart, að ég hefi aldrei á
ævinni séð annað eins. Að lokinni kúahirðing tók ég að fálmast
inn í bæinn; varð að strjúka höndunum um bæjarveggina til að
finna veginn. Þá var húsbóndinn og fólkið komið á fætur. Um-
brotin fóru að minnka, og þá fór mönnum að létta. Ljós var
kveikt og Björn tók húslestrarbók sína og las fyrir fólki sínu
lesturinn á annan í páslcum, og söng á eftir nokkur af seinustu
versunum í 44. Passíusálminum, - andláts-sálminn: „Hrópaði
Jesús hátt í stað“, og átti það vel við. - Þegar búið var að lesa,
var farið að birta, og þegar út var komið sást, að nokkurra þuml-
unga þykk vikuraska, komin úr Dyngjufjöllum, lá yfir sveitinni.
Á FLJÓTSFIEIÐf Á FIMMTUDAG 29. APRÍL 1875.
Árla morguns á sunnudag fyrsta í sumri, 25. apríl, lagði ég
af stað frá Úlfsstöðum í sendiferð upp til Hákonarstaða á Jökul-
dal; átti að sækja þangað unglingspilt, sem hét Ólafur Jónsson,
Ögmundssonar frá Bárðarstöðum. Ég náði upp að Ási í Fellum
um daginn og gisti þar um nóttina. Á Ási bjó þá ekkja síra Vig-
fúsar Guttormssonar. Hjá henni var fyrirvinna stjúpsonur hennar
Páll Vigfússon, kandídat í lögfræði. Á mánudaginn hélt ég upp
með Lagarfljóti og upp að Hamborg í Fljótsdal. Þar bjó Ólafur
Stefánsson prcsts frá Valþjófsstað, Árnasonar. Þar var vinnumað-
ur Guðmundur Ögmundsson, föðurbróðir piltsins, scm ég átti
að sækja. Ég átti, af því ég var ókunnugur í Fljótsdalshéraði, að
fá Guðmund í skiptum við mig, ef kostur væri á, að fara vestur
að Hákonarstöðum og sækja piltinn. En Guðmundur fékkst ekki.
- Að áliðnum degi á mánudag skall á þoka yfir Fljótsdalinn og
hciðarnar, svo ég var tepptur í Hamborg þar til á fimmtudags-
Goðasteinn
69