Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 71

Goðasteinn - 01.09.1973, Síða 71
hver móða grúfði yfir litlu sveitinni í Loðmundarfirði. Ég var þá ársmaður á Úlfsstöðum hjá herra Birni Halldórssyni. Á mánudags- morguninn var ég fyrstur manna á ferli, og fór að gefa kúnum og hreinsa fjósið. Fór ég þá að heyra voðaleg umbrot og dynki í vestrinu. Sem líkust voru þessi læti mestu þrumum í Ameríku. Afarhátt fell er upp frá Úlfsstöðum, sem heitir Kallfell. Ósköpin heyrðust ekki vera lengra burtu en í fellinu. Nú var elcki nóg með það: í staðinn fyrir, sem það átti að birta mcð deginum, tók að dimma og myrkrið varð svo svart, að ég hefi aldrei á ævinni séð annað eins. Að lokinni kúahirðing tók ég að fálmast inn í bæinn; varð að strjúka höndunum um bæjarveggina til að finna veginn. Þá var húsbóndinn og fólkið komið á fætur. Um- brotin fóru að minnka, og þá fór mönnum að létta. Ljós var kveikt og Björn tók húslestrarbók sína og las fyrir fólki sínu lesturinn á annan í páslcum, og söng á eftir nokkur af seinustu versunum í 44. Passíusálminum, - andláts-sálminn: „Hrópaði Jesús hátt í stað“, og átti það vel við. - Þegar búið var að lesa, var farið að birta, og þegar út var komið sást, að nokkurra þuml- unga þykk vikuraska, komin úr Dyngjufjöllum, lá yfir sveitinni. Á FLJÓTSFIEIÐf Á FIMMTUDAG 29. APRÍL 1875. Árla morguns á sunnudag fyrsta í sumri, 25. apríl, lagði ég af stað frá Úlfsstöðum í sendiferð upp til Hákonarstaða á Jökul- dal; átti að sækja þangað unglingspilt, sem hét Ólafur Jónsson, Ögmundssonar frá Bárðarstöðum. Ég náði upp að Ási í Fellum um daginn og gisti þar um nóttina. Á Ási bjó þá ekkja síra Vig- fúsar Guttormssonar. Hjá henni var fyrirvinna stjúpsonur hennar Páll Vigfússon, kandídat í lögfræði. Á mánudaginn hélt ég upp með Lagarfljóti og upp að Hamborg í Fljótsdal. Þar bjó Ólafur Stefánsson prcsts frá Valþjófsstað, Árnasonar. Þar var vinnumað- ur Guðmundur Ögmundsson, föðurbróðir piltsins, scm ég átti að sækja. Ég átti, af því ég var ókunnugur í Fljótsdalshéraði, að fá Guðmund í skiptum við mig, ef kostur væri á, að fara vestur að Hákonarstöðum og sækja piltinn. En Guðmundur fékkst ekki. - Að áliðnum degi á mánudag skall á þoka yfir Fljótsdalinn og hciðarnar, svo ég var tepptur í Hamborg þar til á fimmtudags- Goðasteinn 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.