Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 41
„Það eru ekki öli kurl komin til grafar“. En kurlunum var skipt
í þrjár tegundir: smá viðarkurl og miðiungs og stór kurl næst
rótinni. Að þessu verki loknu héldu menn heim og þá þreyttir,
því af kappi hafði verið unnið. Eftir hæfilegan tíma, þegar kurlin
voru orðin þurr, voru þau brennd upp til kola. Garfir voru grafnar,
kurlunum kastað í þær og kveikt í, og þegar svo kurlin voru nægi-
lega brunnin til kola, voru grafirnar þaktar með torfi. Afkvistið
var bundið í klyfjar og flutt heim í pokum smámsaman á slættin-
um. Þau (þ.c. kolin) reyndust vel til að dengja með sláttuljáina.
En steinkol brúkuðu menn við ljáasmíði.
GRENJALEITIR
Ein lögboðin skylda, sem sveitabændur þurftu að gæta, sem
notuðu afréttarlöndin fyrir hagbeit handa sauðfé sínu á sumrum,
var að senda á vorin upp til afréttar að leita að refaholum, því
áríðandi var að finna holurnar, áður en hvolpar bitvargsins höfðu
náð útgönguþroska. Þá var nú rækilega leitað t Urðardalnum
fyrir vestan Dyrfjöllin og þar í grennd. En oftast varð sú refaleit
árangurslaus. Þó fundust grenin stundum af tilviljun, þó ekki væri
verið að lcita að þeirn, og þá voru kvaddir til beztu skotmenn í
sveitinni til að ráða af dögum óvættina. Þeir brældu hvolpana
inni í holunum í reykjarsvælu og skutu fullorðnu refina, þegar
þeir nálguðust holurnar að vitja hvolpa sinna. Svo viku skotmenn
heim sigri hrósandi.
A GRASAFJALLI
Eitt bjargræði, sem þeir bændur í Hjaltastaðaþinghá notuðu,
sem bjuggu nærri hinum eystri fjöllum, voru fjallagrös. Þau voru
brúkuð í mjólkur- og vatnsgrauta til að drýgja kornmjölið. Grösin
voru rækilega hreinsuð og þvegin, áður en þau voru látin í mjólk-
ina eða vatnið. Þau reyndust holl til neyzlu og hafa orðið svo fræg
að flytjast til Ameríku og seljast þar í lyfjabúðum (eru kölluð
„Iceland moss“).
Framan af 19. öld sóttu utanhéraðsmenn fjallagrösin upp til
efri heiða, vestur og suður af Fljótsdal og Jökuldal. Það var sagt,
að hreindýrin hefðu upprætt grösin á Úthéraðshálsum. Ég talaði
Goðasteinn
39