Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 72

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 72
morgun, og þá var þokan hin sama. Mér tók að leiðast, að geta ekki haldið áfram ferðinni; fór út að Melum, sem er þriðji bær fyrir utan Hamborg. Þar bjó Andrés Hermann Kerúlf, sonur Jörgen Kerúlfs læknis, sem eitt sinn bjó á Brekku í Fljótsdal. Sonur Andrésar hét Eiríkur. Ég fór þess á leit við hann, hvort ég mundi geta fengið fylgd vestur yfir heiðina. Hann kvað það ekki hægt, en léði mér áttavita, og sagði mér eftir hvaða striki ég skyldi ganga. Ég lagði upp á heiðina, og hraðaði göngu sem mest ég mátti. Mér er í fersku minni, hvað ömurlegt það var, að vera einn á ferð á löngum fjallvegi í glórulausri þoku; og svo var heiðin öll þakin þykku lagi af vikurösku. Snjórinn var mikið farinn að þiðna og víða hlánaður. En hvergi gekk ég á hreinni jörð, því askan huldi allt; þykkust var hún í öllum lautum og þar sökk ég djúpt niður í hana. Ég hefði ekki komist af heiðinni þann dag, ef ég hefði ekki haft áttavitann, sem ég var af og til að líta á. Ég var vongóður um, að ég mundi komast af heiðinni til manna- byggða, og vissi, að ég mundi mæta gestrisni hjá Jökuldælingum, að hvaða bæ sem ég kæmi. Að réttu lagi átti ég að koma ofan að Klausturseli, sem er austanmegin við Jökulsá, en Hákonarstaðir eru þar á móts við að vestan. - Merki heitir næsti bær fyrir utan Klaustursel. - Að lyktum fann ég að fór að halla undan fæti, og var ég þá fljótlega kominn ofan að Jökulsá á Dal, þar sem hún valt áfram á milli kletta, kolmórauð á lit. Og sama var þokan. Ég stóð um stund kyrr, óráðinn í, hvort ég skyldi halda upp með ánni eða ofan eftir út með henni, og varð það úr, að ég tók öfuga átt, hélt úteftir, og komst ekki til bæjar fyrr en að Gauksstöðum, utarlega í dalnum, og átti beztu nótt hjá hjónunum þar, Guð- brandi Erlendssyni og Sigríði Hávarðsdóttur. Þau voru þá að búa sig til Ameríku, og urðu seinna velgjörðarmenn mínir. Þau búa nú við Hallson, N. Dak. - Ég vissi seinna, að ég hafði komið ofan að Jökulsá skammt fyrir utan bæinn Merki. - Á föstudaginn í glaða sólskini hélt ég frá Gauksstöðum, upp með ánni að austan, upp að Merki, fór þar yfir um ána á drætti og upp að Hákonar- stöðum; var þar um kyrrt um daginn. Svo næsta dag hélt ég ásamt piltinum, sem ég var að sækja, austur yfir heiði að Brekku í Fljótsdal. Þar bjuggu merkishjónin Gunnar Gunnarsson og Guð- 70 Goðasteum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.