Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 34
vissi Þorgils, að hann hafði nýlega eignazt systur. Þorgils spyr
þá drenginn:
„Hvernig líður litla barninu hjá ykkur?“
Drengurinn svarar:
„Það datt hjá henni mömmu í morgun og dó svo.“
Þá svaraði Þorgils:
„Segðu þetta engum nema mér, helvítis ormurinn þinn.“
-o-o-
Eitt sinn heyrði Þorgils nágranna sinn telja fram á manntals-
þingi. Heyrðu menn hann þá tauta fyrir munni sér:
„Fáir ljúga meira en helming.“
Nágranninn brást reiður við og vildi leita vitna, en engum
vitnum varð við komið, því að engan nefndi Þorgils.
-o-o-
Eitt sinn var sveitarómagi þar í sveit, sem Halldór hét og
talið var, að hefði mætt harðri meðferð, og jafnvel svo, að það
hefði flýtt fyrir dauða hans. Þorgils var eitthvað bendlaður við
þann orðasveim.
Húsfreyjan á bænum var skapstór og all-gustmikil, og eitt sinn
í fjölmenni vindur hún sér að Þorgilsi og segir:
„Er það satt, Þorgils, að þú hafir sagt, að við höfum drepið
hann Halldór?“
Þorgils svaraði hinn rólegasti: „Liggur við.“
-o-o-
Fært er í frásögur, að Þorgils hafi verið úrræðagóður og ráð-
hollur þeim, er til hans leituðu um liðsinni. Svo var til dæmis,
er hann útvegaði bát og átti þátt í að slæða upp lík Bencdikts
í Fljótsdal, sem drukknað hafði í afréttarvatni einu, eins og getið
er um áður.
Hins vegar var Þorgils ágengur um bcit, og bitnaði það á ná-
grönnum hans á Þorleifsstöðum. Sagt er, að hann hafi að loknum
kvöldmjöltum látið reka kvíaærnar yfir í Þorleifsstaðaland, og haft
er eftir kunnugum manni (Birni frá Rauðnefsstöðum), að lengi
hafi mátt sjá fjárgötur eftir Rauðnefsstaðaærnar sunnan megin við
Markagilið.
32
Goðasteirm