Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 62
sólskin fagurt. Upp til Dyrfjallanna var tignarlegt að líta. Á Hér-
aðsflóanum sáust fiskiduggurnar á sveimi, - litu út einsog stólpar
í fjarsýninu.
Síra Jakob Benediktsson átti að messa á Eiðum um daginn. En
samt áttu menn von á guðsþjónustu á Hjaltastað þann dag.
Englendingur, umferðaprédikari af kvekaratrúflokki ætlaði að
prédika. Hét hann fsak Sharp. f för með honum sem túlkur var
Eiríkur Magnússon prests Bergssonar frá Kirkjubæ. Eiríkur var
þá um þrítugt, hafði útskrifast úr latínuskólanum í Reykjavík
1856, fór eftir það í prestaskólann og var útskrifaður þaðan. Var
svo veitt Berufjarðarprestakall. En svo hætti hann við að verða
prestur og settist að í Englandi.
Menn voru komnir á staðinn nokkru á undan prédikaranum.
Það var von á honum norðan frá Kirkjubæ, og í áttina þangað
litu menn til mannafcrða. Fyrst kom síra Magnús með syni sínum
Magnúsi, sem seinna varð bóndi í Húsey. Síra Magnús sagði, að
cnski presturinn hefði beðið sig að ríða á undan og boða komu
sína. Svo eftir stund komu þrír menn, presturinn og Eiríkur og
ungur Englendingur, sem fylgdist með prestinum. ísak Sharp var
lágur á vöxt, þrekinn, skegglaus, breiðleitur í andliti og rjóður.
Úr svip hans mátti lesa auðmýkt og alvörugefni. Englendingurinn,
sem með honum var, var hár og grannur. Þegar hann stóð kyrr,
stóð hann nokkuð líkt og hcrmaður á æfingum, einsog ívið fattur.
Eiríkur hafði látið skegg sitt vaxa niður úr vöngunum við hökuna
og hangdi (svo) þar líkt einsog geitarskegg, og man ég, að mér
þótti þetta nokkuð einkennilegt. Svo var gengið í kirkju, og guðs-
þjónustan byrjaði. Ekkert var sungið, aðeins ræðan. ísak mælti
fram setningar, en Eiríkur þýddi á eftir og fórst það myndarlega.
Ég man, að byrjað var með þessum orðum: „Drottinn minn og
almáttugi guð“. Ræðumaður tók fyrir dæmi úr mannlífinu og lagði
út af þeim. Að lokinni prédikun lét ísak útbýta kristilegum smá-
blöðum á milli manna. Ég tel víst að minning ísaks Sharps hafi
lengi geymzt í endurminningum þeirra, sem sáu hann.
HJÁTRÚ
Varla verður sagt, að mikil hjátrú hafi átt heima í Hjaltastaða-
60
Goðasteinn