Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 55
Vil þó ekki fleiri fá
en fugl og alin standist á.
Ráðning gátunnar er: Ein önd, fimmtán tittlingar og fjórtán
álftir. Spesía var stærsta peningamynt, næst var ríkisdalur. í hverj-
um ríkisdal voru 96 skildingar. Næsta nafn, sem dalurinn fól í
sér, voru mörlc og þá 6 mörk í dalnum. Þegar breyta þurfti
skildingum í ríkisdali, varð að deila mcð 96 eða brúka marg-
földunarreglu, sem Jón Guðmundsson ritstjóri Þjóðólfs kenndi
í reikningsbók sinni, og þótti hún þægileg þeim, sem kunnu hana.
Árið 1874 var komin á krónumynt. Tvær krónur voru í ríkisdal,
cn 100 aurar í krónunni.
UPPLÝSING FÓLKS í HJALTASTAÐAÞINGHÁ
Þegar komið var fram yfir miðja 19. öld, hafði upplýsing al-
þýðufólks á íslandi aukizt að stórum mun við það, sem var á
fyrri tímum. Þegar ég man fyrst eftir í Hjaltastaðaþinghá, voru
allir læsir, þó á misjöfnu stigi. Lestur fólks og lestrarlag fór eftir
því, hvað kennslan hafði verið fullkomin. Mér og unglingum á
aldur við mig, var fyrst kennt að lesa gotneska letrið. Ég mun
hafa verið um það 10 ára, þegar ég sá fyrst og lærði að lesa
latínutíls letrið. Ég man, að sumu af hinu eldra fólki var ekki
um latínustílinn. Sumir, þegar þeir kenndu börnum að lesa, höfðu
enga skilgreining á hljóðstöfum, kenndu allt upp á þá hörðu, óg
(og), úm (um) og ád (að), brúkuðu d í staðinn fyrir ð og í stað-
inn fyrir j; sagt var Ión (Jón) o. s. frv.
Allflestir bændur í sveitinni voru skrifandi og svo þá synir
þeirra, og munu flestir drengir um fermingu hafa verið komnir
álciðis í skrift. Sumir skrifuðu fljótaskrift, sem kölluð var, en
flestir þó snarhönd. Sumir voru æfðir í að skrifa settletur, sem
var mjög líkt hinu gotneska prentletri. Faðir minn skrifaði fljóta-
skrift og settletur og það með fjöðurpenna. Ég lærði fyrst að
draga til stafs með fjöðurpenna.
Hvað mikið var til af gömlum skrifuðum sögum og rímum bar
vott um, hvað sumir, sem uppi voru á 18. öld og framan af 19.
Goðasteinn
53