Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 63
þinghá, þó ekki alveg laust við það. Sumir, þó þeir væru reyndar
ekki hjátrúarfullir, spurðu aðra, einkum gesti, hvort þeir hefðu
ekki orðið varir við neitt, t. d. hvort þeir héldu að huldufólk væri
til og hvort þeir hefðu séð það, og þá var vanalega svarað: „Ekki
hef ég séð það, en ég veit það, að ef það hefir verið til, þá er
það enn til.“
Maður, sem var næturgestur hjá foreldrum mínum, var spurð-
ur, hvort hann hefði orðið var við nokkuð, og kvað hann svo hafa
verið. Hann kvaðst hafa gengið fram í fjós á vöku, og þegar hann
hafði dvaiið þar um stund, heyrði hann, að sagt var: „Hver vernd-
ar þig, hér?“ Hann kvaðst hafa áttað sig bráðlega og svarað: „Það
gjörir guð“. Hann lcvaðst hafa orðið hræddur og ekki kennt sig
mann til að fara strax inn, svo þegar hann jafnaði sig, flýtti hann
sér inn, og þá var verið að lesa. Húsbóndinn hafði orð á því við
hann að loknum lestri, að honum hefði dvalizt frammi. Svo,
þegar komið var í fjósið og farið að mjólka, sáust vegsummerki,
búið var að henda niður úr vatnsskjólum og eitthvað fleira úr
lagi fært. Svo gat þetta ailt verið náttúrlegt, maðurinn þurfti ekk-
crt að ýkja. Sennilegt er, að einhver hafi leynzt í fjósinu við dyrn-
ar, þaðan sem honum heyrðist orðin töluð, og hrætt manninn og
svo hann sjálfur bylt um vatnsskjólunum í hræðsluæðinu, sem á
hann kom. Hann sagði, að kunningi sinn hefði orðið úti þá sömu
nótt og ímyndaði sér, að vera honum tilheyrandi hefði hrætt sig.
Karl nokkur sagðist hafa verið á ferð í Reyðarfjarðardölum og
borizt fyrir náttlangt í ferðamannakofa, sem kallaður var sæluhús.
Þegar hann hafði litla hríð sofið, vaknaði hann við það, að
brotizt var á hurðina úti fyrir. Hann sagðist hafa stokkið upp og
spurt: „Er djöflinum alvara?“ Og við það hætti ágangurinn.
Trúað var af sumum, að fylgiverur fylgdu ýmsum í sveitinni.
Talað var um Gissur halta og Þorgeirsbola, sem átti að draga á
eftir sér húðina. En frægastur af þessum fylgiverum var Hóls-
móri, sem öðru nafni var kallaður Eyjaselsmóri. Hann fylgdi ætt-
kvísl, sem kennd var við Eyjasel í Jökulsárhlíð og Hól í Hjalta-
staðaþinghá. Margir í ættinni voru geðveikir og af og til brjálaðir,
og sennilegt er, að það hafi komið til af því, að þeir hafi trúað
að þessi óvættur fylgdi þeim og ásækti þá. Sumir menn, sem
Goðasteinn
61