Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 47

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 47
seinni var látinn upp. Oftast var unglingur látinn flytja hey heim. Hann tengslaði hestana saman hvern aftan í annan. Flutnings- maðurinn fékk stundum að ríða léttingshesti við flutningana. Heimafyrir tók maður á móti heyinu og hlóð því upp, og kallaðist að búið væri að kasta heyinu, þegar það var algjört upp. Þegar þurfti að fara að þekja heyið með torfinu, þá bar maður torfu- hringina upp stiga, en maður, sem upp í heyinu var, seildist eftir torfuendanum og dró torfuna upp á heyið. Menn skorti hagsýni í því að veita sér áreynsluverk við hey- skap og annað léttara en gjört var, menn reyndu mikið meira á krafta sína en þurft hefði að vera. Það var t. d. þegar menn þurftu að ná heyi upp á þurrt land af vatnsengi, þá voru menn að ýta því og draga á sjálfum sér. Stundum drógu menn það á nauts- húðum. Víða var botninn á vatnsengi þessu svo ófær, að menn við þessa áreynslu sukku á kaf, þegar minnst varði og höfðu nóg með að ná sér upp aftur. Þetta gekk svona, þar til maður einn í sveit- inni, Torfi Jónsson frá Sandbrekku, þá kominn að Ásgrímsstöð- um, fann ráð með einföldum útbúnaði til að draga hey úr vatni með eins hests afli. Eftir það tóku það allir eftir honum, og þótti þessi uppfinning mikils virði. Vanalega var vinnutími lengri þá daga, sem verið var að flytja hey heim heldur en aðra daga. Hestar voru fluttir út í haga og heftir í tágarhöftum. Þeir urðu að láta sér nægja grasið og vatnið að lokinni dagsbrúkun. Túnasláttur byrjaði vanalega, þegar að 14 vikur voru af sumri. Þegar þurrkatíð var, fóru menn á flakk með afturelding og slógu morgunbrýnu. Um það kl. 6 fóru menn heim og neyttu morgun- skatts og slógu svo þar til fór að þorna í rót. Þá fóru menn heim og neyttu morgunverðar og lögðust til svefns og sváfu þar til mið- dagsverður var gefinn, um það kl. 3. Nærri miðaftni fóru menn út til að slá kveldbrýnu og slógu þá, þar til þeir sáu ekki lengur til. Við að þurrka töðu og hirða lögðu konur dyggilega til sinn skerf í vinnunni. Þær sléttuðu úr töðunni úr ljámúgunum og sneru henni svo um svo hún jafnþornaði. Þegar verið var að binda heim. tóku karlar ofan af það mesta af töðunni, en konur rökuðu dreií- inni á eftir. Æskilegt hefði verið að hafa heykvísl við töðuvinnu. Goðasteinn 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.