Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 22
og nokkra háseta hans, en einnig voru þar andlit, sem hann bar
ekki kennsl á. Hann ákvað að rjúfa ekki þögnina, reið léttan
leiðar sinnar og varð feginn, er hann hitti menn í Steinum. Var
honum þá nokkuð brugðið. Ekki sagði hann að sinni frá sýn sinni.
Hann reri til vertíðarloka hjá Erlendi, og varð þeim ekkert að
meini. Síðar sagði hann, að atburðurinn við Steinahelli hefði verið
í hug sér hvern dag, áður en ýtt var á flot. Hann fékk skiprúm
hjá öðrum Austurfjailaformanni fyrir næstu vertíð. - - -
Þorgils var í Austurfjallasandi, þegar dregið var út þar í byrj-
un vetrarvertíðar 1832. Margt manna var þar saman komið. Við
skip Erlends í Svaðbæli sá Þorgils sömu menn og árið áður við
Steinahelli. Honum brá við og varð hugsað til hins fornkveðna:
„Dregur til þess, er verða vill“.“ - Og það fór svo, að á þeirri
vertíð fórst skip Erlends í lendingu með allri áhöfn.
Manndauði. - Slysfarir.
Þau Rauðnefsstaðahjón fóru ekki varhluta af ýmsu andstreymi
um ævina. Til viðbótar ungbarnadauða, sem algengur var á þeirri
tíð, misstu þau uppkominn son. Dóttir þeirra og maður hennar
dóu frá ungum börnum með fárra vikna millibili úr hatrammri
sótt, og ein dótturdóttirin á 3ja ári, sem bar Þuríðar-nafn, fylgdi
foreldrum sínum í gröfina. Önnur dóttir þeirra Rauðnefsstaða-
hjóna, mesta efnisstúlka á bezta aldri, andaðist í sama faraldri.
Og loks slcal það talið, að tveir (sumir segja þrír) piltar af heimili
þeirra fórust voveiflega. Hefur Björn Guðmundsson, sem fæddur
er og uppalinn á Rauðnefsstöðum og bjó þar lengi (1910-47),
síðastur ábúenda, skrifað um þá atburði í Lesbók Morgunblaðs-
ins 1936 (XI. árg., bls. 86. Segist honum svo frá:
„Hinn 10. nóvember 1843 sendi Þorgils tvo pilta að leita að
sauðum, sem haldið var, að væru í svonefndu Valagili eða þar
nálægt. Fóru þeir snemma um morguninn eða í dimmu, og hafði
verið dálítill snjór og hæg drífa.
En piltarnir komu ekki aftur. Var því daginn eftir farið að
leita þeirra og þá í Valagili, en þeir fundust þar ekki, og liðu
svo nokkrir dagar. Hinsvegar hafði komið heim hundur, er með
þeim var, og hafði hann viljað fara í aðra átt, er farið var að
20
Goðasteinn