Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 81
um ræktunaráhuga Guðjóns og framtak hans á því sviði, að hann
gaf 10 ha. til skógræktar úr sinni tiltölulega landlitlu jörð. Ef
svo fer sern nú horfir, mun sá skógarteigur vekja á sér vaxandi
athygli þeirra, sem um sveitina fara á komandi árum.
Það mun hafa verið um 1928 að Guðjón réðist í að taka
lítinn læk, sem rennur vestan við bæinn, veita honum í tréstokk
um 100 metra leið og virkja hann til ljósa fyrir heimilið. Þessi
litla rafstcð var notuð þar til rafmagn frá Soginu var iagt um
sveitina. Áður, cða árið 1923, hafði Guðjón keypt spunavél, 25
þráða, smíðaða af Albert Jónssyni frá Stóruvöllum í Bárðardal.
Var það fyrsta vél sinnar tegundar, sem kom í Rangárvallasýslu.
Á vél þessa spann Guðjón alla vetur fram á síðasta æviár og oft
var gestkvæmt í Tungu, því að margir komu með lopa og sóttu
band.
Ekki gat hjá því farið, að jafn framfarasinnuðum manni og
fjölgáfuðum, sem Guðjón var, væru falin margs konar trúnaðar-
störf. Hann átti m. a. lengi sæti í sveitarstjórn, var formaður
Búnaðarfélags Fljótshlíðarhrepps um langt árabil, sáttanefndar-
maður, í stjórn Kaupfélags Rangæinga o. fl. Lengi var hann með-
hjálpari í Breiðabólsstaðarkirkju og gegndi því starfi sem öðrum
af trúmennsku og áhuga.
Búið í Tungu var aldrei stórt, enda jörðin fremur lítil cins
og áður var að vikið. En umgengni öll og meðfcrð gripa var
með ágætum, snyrtimennska mikil bæði utanhúss og innan og
regla höfð á hverjum hlut. Um þetta voru þau hjónin samhcnt
svo sem bezt mátti verða og heimilisbragur allur eftir því, fast-
mótaður og til fyrirmyndar.
Mér eru cnn í fersku minni orlofsnæturnar cr ég átti í Tungu,
á barnsaldri, hjá Vigdísi systur Guðjóns. Hún var lengi í þjón-
ustu foreldra minna, en þó ávallt hluta úr árinu hcima í Tungu,
þar sem hún átti séríbúð í austurenda bæjarins. Hún fóstraði mig
og fræddi að nokkru meðan þess naut við og hefi ég síðan ckki
aðra vandalausa metið meira. Enn er greypt í huga minn mynd
og áhrif hinna fornu kynna af bæ og fólki í Tungu: Bæjardyra-
gólf hellulagt og fornleg kista, stór, þegar inn var gengið, vef-
stóll, framandi furðuverk í baðstofu, hvítskúruð gólf, blær fág-
Goðasteinn
79