Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 42

Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 42
við konu, scm fædd var 1792, sem sagði mér af grasaferðum sín- um upp til efri heiða, þegar hún var unglingur. Hún hét Guðrún, dóttir Kolbeins Guðmundssonar í Dölum, bróður Jóns á Víða- stöðum, föður móður minnar. Guðrúnu átti fyrir seinni konu Magnús Jónsson á Brennistöðum. Þau áttu ekki börn, sem upp komust. Það var oft á vorin á stekkjartíma farin ein grasaferð og að- eins dvalið næturlangt. En vanalega var gjört sig út til grasa skömmu fyrir fráfærur eða skömmu eftir þær. Það var búið sig út með nægileg matvæli til viku. Eldur var fluttur í sauðataðs- skán í potti, því lítið tíðkuðust eldspýtur. Ábreiður úr svefn- hvílum sínum tóku menn með sér og gjörðu þar af tjald. Fyrir tjaldsúlur brúkuðu menn hin algengu túnverkfæri, klárur og sköf- ur. Ég man ég heyrði það á einu heimili í sveitinni var sagt, að til væri þar tjald gjört úr réttu tjaldefni, og þótti sem það heim- ilið stæði betur að vígi að gjöra sig út í grasaleiðangur en hin önnur. Á nóttunni öfluðu menn grasanna, þau sáust betur í náttdögg- inni, því að eðli þeirra er að fletjast út, þegar mikið döggfall er. Bezt er að sjá þau í sólskini eftir hæga regnskúr. Það eru til tvær tegundir af þeim, þau, sem vaxa í lyngþúfum, dökk að lit, en hin í mosaþúfum í mýrlendi, ljósleit. Þau eru stærri og drýgri. Áætlun var, að maður næði upp á nóttunni þremur tínum. Það kölluðu menn hrúgur, sem þeir bjuggu úr grösunum. En misjafnar urðu tínurnar oft, eftir því sem menn voru glöggir að sjá grösin og handliprir að tína þau. Poka báru menn framan á sér í sauð- bandi og tíndu þar í. Þetta á milli kl. 6 og 9 á morgnana tóku menn saman tínur sínar í pokann og héldu heim að tjaldi sínu, hituðu mat sinn úti á jörðu í litlum steinhlóðum með potti yfir. Fyrir eldsneyti brúk- uðu menn sauðatað og viðarsmásprek, sem menn tíndu upp. Að lokinni máltíð fóru menn inn í tjaldið sitt og lögðust til svefns. Þegar vikan var liðin, kom maður neðan úr byggð að sækja grasa- fólkið. Grösin voru þá látin í stóra poka og bundin í klyfjar á hesta og lagt svo af stað heimleiðis. Yfir það heila undu menn sér vel á grasafjalli, ef menn voru 40 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.