Goðasteinn - 01.09.1973, Blaðsíða 64
skyggnir þóttust vera, sögðu frá því, að þegar þeir sáu tvo menn
á ferð, sem tilheyrðu ættinni, þá hefðu þeir séð með þeim mórauð-
an eða móklæddan strák rg ef þeir voru ríðandi, þá hefði strák-
urinn til skiptis setið fyrir aftan þá á hestbaki, stokkið ofan
við og við frá einum og svo upp á hestbakið hjá hinum.
Hálfdán hét maður og var Hjörleifsson. Hann bjó á Hóli um
aldamótin 1800 og mun hafa búið þar 1820. Jón hét bróðir hans
og bjó í Eyjaseli. Hann átti margt barna, einkum syni, en Hálfdán
á Hóli ekki svo ég vissi til fleiri börn, sem upp komust, en son,
sem Einar hét, og dóttur, sem Sigríður hét, svo Eyjaselsættin var
miklu fjölmennari en Hólsættin. Móri byrjaði að fylgja þeim
bræðrum, Jóni og Hálfdáni, og systur þeirra, sem Sigríður hét. Um
uppruna Eyjasels- og Hólsmóra hefir ritað í Huld greinilega Jón
Jónsson frá Sleðbrjót. Sveinn Jónsson á Steinboga, móðurbróðir
minn, fæddur 1815, mundi vel Hálfdán á Hóli og sagði mér
ýmislegt um Hólsmóra, ekki fyrir það, að hann tryði því, því
hann var ekki hjátrúarfullur. Einar Hálfdánarson bjó á Hóli eftir
föður sinn. Hann drukknaði á heimleið af Seyðisfirði í á, sem
kölluð er Lambadalsá. Vaðið á ánni lá fyrir ofan foss, sem er í
ánni, og botninn er stórgrýttur, svo þegar áin er í vexti, er hún iil
yfirferðar. Það var sagt, að það hefði litið út einsog Einari hefði
verið kippt aftur af hestinum, þegar hann féll í ána, og svo tók
straumurinn hann óðara ofan fyrir fossinn.
Hálfdán sonur Einars bjó á Hóli. Hann var karlmenni og fjör-
maður en vínhneigður og var oft í drykkjutúrum. Hann varð úti
milli Víðastaða og Hóls 1861, að mig minnir skömmu eftir nýár.
Hann lcorn innan af bæjum og var drukkinn mjög. Hann stanzaði
lítið eitt á Víðastöðum og var þá að tala um, hver það mundi
hafa verið, sem hefði verið með sér frá Dratthalastöðum. Þá bjó
á Víðastöðum Björn Jónsson móðurbróðir minn, og líka bjó þar
Jón Þórarinsson, sem átti Kristínu dóttur Björns. Jón var á beit-
arhúsi, og kom Hálfdán þar til hans, og reyndi Jón að fá hann
til að snúa til baka til Víðastaða af því gengið var í dimmveður.
En Hálfdán vildi ekki og fannst svo frosinn til dauðs daginn eftir
skammt frá Lagarfljóti. Sagt var, að spark og troðningar hefðu
sést þar, sem líkið fannst, og sumir þóttust vissir um, að Móri
62
Goðasteinn